H3 Mannauður - eyðublöð (vefnámskeið)

Verð: 10.900 kr. m.vsk.

Á vefnámskeiðinu verður sýnt hvernig ný eyðublöð, t.d. fyrir starfsmannasamtöl, eru búin til í H3 Mannauði og hvernig eyðublöðum er breytt. Einnig verða aðgangsstýringar eyðublaða skoðaðar, eyðublaðayfirlitið sýnt og hvernig hægt er að skoða niðurstöður á myndrænan hátt.

Dagsetning: 04.09.2020
Klukkan: 10:00-11:00


H3 Mannauður - forsniðin skjöl (vefnámskeið)

Verð: 10.900 kr. m.vsk.

Forsniðin sniðmát gera notandanum kleift að kalla fram ýmis gögn sem skráð hafa verið í H3 og birta í Word-skjali. Þannig má t.d. nota forsniðið sniðmát til að fylla út ráðningarsamning með öllum nauðsynlegum upplýsingum um tiltekinn starfsmann, s.s. nafni, kennitölu, fyrsta starfsdegi, deild, og starfsheiti. Sýnt verður hvernig útfyllt forsniðin skjöl eru mynduð og hvernig þeim er breytt en einnig hvernig ný forsnið eru búin til frá grunni og hvernig þau eru uppfærð með breytingum.

Dagsetning: 11.09.2020
Klukkan: 10:00-11:00


H3 Mannauður - skjalaskápur / viðhengi (vefnámskeið)

Verð: 10.900 kr. m.vsk.

Á þessu vefnámskeiði verður sýnt hvernig hægt er að skoða og leita í skjalaskápum starfsmanna, setja inn ný skjöl og breyta skjölum sem þegar eru til staðar. Einnig verða aðgangsstýringar að viðhengjum í skjalaskápum skoðaðar.

Dagsetning: 18.09.2020
Klukkan: 10:00-11:00