Microsoft NCE

Nýtt leyfisumhverfi hjá Microsoft með breytilegum binditíma og straumlínulöguðu kaupferli. Raðaðu saman áskriftaleið sem hentar best þínum rekstri.

Skilmálar

Eftirfarandi eru skilmálar nýrra áskriftarleiða hjá Microsoft (NCE):

Þegar búið er að panta leyfi er einungis hægt að breyta pöntuninni fyrstu 72 klst (3 sólarhringar), það á einnig við um þegar endurnýjun á leyfi á sér stað þegar binditíma er lokið.
Samningar eru bindandi á meðan á áskrift stendur og ekki er hægt að fækka fjölda leyfa fyrr en binditíma lýkur og endurnýjun á sér stað (72 klst gluggi).
Allar áskriftir eru endurnýjaðar sjálfkrafa ef ekkert er aðhafst á meðan 72 klst. endurnýjunar­glugginn er opinn (þetta á líka við um „trial“ áskriftir).
Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir því að fylgjast með endurnýjunardagsetningum á hverri áskrift fyrir sig.
Skilmálar á vörum má að finna í viðskiptasamning Microsoft (Microsoft Customer Agreement, MCA)
Viðskiptavinir geta ekki skipt um samstarfsaðila (Advania) á meðan binditími áskriftarleiðar stendur.

Hvað er NCE?

Hér kynnir María Björk Ólafsdóttir NCE á skýran og einfaldan hátt.

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.