11.4.2012 | Blogg

Windows Server 8 markar tímamót

advania colors line
Töluvert hefur verið skrifað um nýja Windows 8 stýrikerfið sem væntanlegt er á markað seinna á þessu ári. Fjölmiðlar og tæknipressan hafa mest fjallað um þá hlið Windows 8 sem snýr að almennum neytendum, sem sagt innkomu Microsoft inn á markaðinn fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um Windows Server 8 sem kemur út samhliða Windows 8.

Stórt stökk fram á við
Windows Server 8 hefur fengið þá einkunn í tæknipressunni að hér sé um að ræða stórt stökk fram á við. Windows Server 8 er ætlað að ná eftirtöldum markmiðum í rekstri upplýsingakerfa: 
  • Auðvelda aðgangsstýringar
  • Uppfylla strangari reglugerðir um upplýsingaöryggi og meðferð persónuupplýsinga
  • Stórauka sveigjanleika og auðvelda rekstur tölvukerfa 
  • Lágmarka niðritíma 
Í þessari uppfærslu nýtir Microsoft þær tækniframfarir sem hafa haft áhrif á upplýsingatækni undanfarin misserin. Þar má nefna eftirfarandi:
  • Sýndarvæðingu sem gerir mögulegt að stórfækka búnaði í rekstri
  • Tölvuský þar sem gögn, hugbúnaður og jafnvel rekstrarumhverfi er sótt út á Netið eftir þörfum
  • Samnýting upplýsingakerfa og hugbúnaðar
  • Sjálfvirknivæðing í umsjón tölvukerfa og margháttaðar framfarir í öryggismálum og aðgangsstýringum. 
Rektu eigið ský
Microsoft rekur fjölda allan af tölvuþjónustu í gegnum skýið. Þar má til dæmis nefna Bing leitarvélina, Xbox Live leikjaþjónustuna, Windows Azure (rekstrarumhvefi til leigu), Office 365, Hotmail tölvupóstþjónustuna og Windows Live Messenger spjallforritið. Reynslan af þessum rekstri er nýtt í Windows Server 8. Windows Server 8 á að auðvelda aðilum að setja upp sitt einkaský. Þetta ætti til dæmis að auðvelda upplýsingatæknideildum að veita notendum aðgang að hugbúnaði eftir þörfum og gjaldfæra fyrir hann eftir notkun. 
 
Auðvelda starfsmönnum að nýta eigin tæki
Windows Server 8 mun því ýta enn frekar undir þá þróun sem hefur verið í upplýsingatækni og á vinnustöðum að undanförnu. Til dæmis hefur áhugi starfsmanna á að nota eigin tæki í vinnu sinni aukist með auknu úrvali snjallsíma, spjaldtölva og fartölva. Windows Server 8 mun auðvelda örugga notkun á slíkum tækjum.

Spennandi tímar framundan
Windows Server 8 mun klárlega hafa mikil áhrif á upplýsingatæknirekstur þeirra aðila sem kjósa að nýta hann. Með Windows Server 8 munu þeir hafa aðgang að auknum sveigjanleika, öryggi og afkastagetu sem getur fært fyrirtækjum raunverulegt samkeppnisforskot á markaði.

Um höfundinn
Jóhann Áki Björnsson, er Sölusérfræðingur Hugbúnaðar og Öryggislausna hjá Advania, hann hefur starfað í upplýsingatækni í mörg ár. Kynning og fræðsla á Windows og Windows Server ásamt öðrum Microsoft lausnum hafa verið starfsvetvangur undanfarin ár. Alþjóðleg fræðsla og samskipti hafa verið aðal áhugamálið ásamt social media.

Hafa samband
Viltu vita meira um Windows Server 8? Hafðu samband við Jóhann Áka með því að senda honum tölvupóst

TIL BAKA Í EFNISVEITU