Það ætti að vera skylda að fara á TechEd

Fjöldi fyrirlestra í boði
Fyrirlestrarnir sem Microsoft bauð upp á voru afar fjölbreyttir og gat hver og einn þátttakandi fundið eitthvað á sínu áhuga- og fagsviði. Fjallað var um flest allt sem tengist tölvutækni og hugbúnaði, allt frá hugbúnaðarþróun til umsýslu og reksturs á netþjónum og útstöðvum. Ráðstefnunni var skipt niður í nokkra flokka. Innan þeirra voru fjöldi fyrirlestra sem haldnir voru af mörgum þekktustu hugbúnaðar-forritunarsérfæðingum heims.Tæknin reynd á eigin skinni
Á ráðstefnunni var sérstakt „Hands-On“ svæði með hundruðum tölva þar sem þátttakendur á ráðstefnunni gátu sest og prófað nýjustu tækni. Á „Exam Cram“ svæðinu var hægt að læra um nýjustu tæknina og búa sig undir að taka Microsoft prófgráður. Einnig var gaman að skoða auglýsingasvæðið þar sem stuðningsaðilar TechEd ráðstefnunnar kynntu vörur sínar og þjónustu. Ýmsum brögðum var beitt til að fá fólk til að skoða kynningarbása og má þar nefna töfrabrögð, leiki, gjafir og vinninga sem voru dregnir út daglega, á bilinu 25 til 1000 dollarar.
Byltingarkenndar nýjungar kynntar
Microsoft lagði mikla áherslu á að kynna Windows Server 2012 og nýjungar í því stýrikerfi. Að mínu mati er tilkoma Windows Server 2012 jafn mikið stökk fram á við eins og uppfærslan úr Windows XP yfir í Windows 7 var á sínum tíma. Helsta sem ég tók eftir var ný VDI tækni með „VDI Pooling“ og ný Storage tækni með SMB 3.0 sem styður ODX í SAN diskastæðum. Einnig var mikið um einföldun og sameiningu þjónustu en slíkt felur í sér miklar umbætur frá eldri stýrikerfum og hugbúnaði. Síðan var mikið rætt um Metro þemað sem er sjálfgefið í Windows 8 og kosti þess.
Ráðstefnan var bæði afar fróðleg og skemmtileg. Niðurstaðan er eiginlega sú að það ætti að vera skylda fyrir hvern og einn tölvunörd að mæta á TechEd, bæði til að skilja nýja tækni og þróast í starfi með nýjar og ferskar hugmyndir.
TIL BAKA Í EFNISVEITU