19.9.2012 | Blogg

PowerPivot er öflugt og ókeypis greiningartól fyrir Excel

advania colors line

PowerPivot er ókeypis greiningartól sem notað er sem viðbót (e. add-in) við Excel. PowerPivot er í raun gagnagrunnur sem getur innihaldið mikið gagnamagn og tengt saman gögn frá mörgum uppsprettum. Þannig eykur PowerPivot greiningarmöguleika þeirra sem nota Excel í daglegum störfum til muna. Forritið kemur frá SQL teymi Microsoft og er hluti af SQL server 2010 og nýrri útgáfum.

Meiri hraði og skilvirkari gagnameðhöndlun

Að vinna með PivotTöflur sem eru settar ofan PowerPivot er mun hraðvirkara en að nota hefðbundnar PivotTöflur sem byggja á gögnum sem geymd eru í vinnusíðu (e. worksheet) í Excel. Eins og margir Excel stórnotendur þekkja þá þarf ekki margar línur eða færslur í Excel til að PivotTöflur uppfærist hægt. Þegar bætt er við útreiknuðum svæðum í PivotTöflur hægist vinnslan enn frekar. PowerPivot leysir úr þessu. 

PowerPivot byggir á skilvirkari gagnameðhöndlun en hefðbundnar PivotTöflur. Einnig bætir PowerPivot við útreiknuðum svæðum eða mælikvörðum á mun aðgengilegri máta en hefðbundnar PivotTöflur. Hluti af PowerPivot er Dax sem er mál sem inniheldur ýmsar aðgerðir til að búa til ný svæði/dálka í gögnunum, tengja saman upplýsingar og fleira.

PowerPivot getur komið í staðinn fyrir Vlookup fallið

Dæmi um notkun á falli sem notað er til uppflettingar, í Excel annars vegar og Dax falli sem tilheyrir PowerPivot hinsvegar: Fallið Vlookup er mikið notað til að tengja saman upplýsingar í Excel og hægir það mjög á vinnslunni ef gagnamagnið er mikið og það notað oft í sömu vinnubók. Í PowerPivot er þetta leyst með Dax falli og svartíminn verður miklu betri. 

Helstu kostir PowerPivot umfram venjulegar PivotTöflur í Excel:

  • Hægt er að vinna með meira gagnamagn
  • Hraðari vinnsla
  • Mikið af föllum eru eins í Excel og PowerPivot
  • Dax inniheldur í kringum 60 ný öflug föll
  • Öflug dagsetningaföll
  • Hægt að skilgreina horfur/spá þar sem notaðar eru raun- og áætlanatölur til að spá fyrir um afkomu ársins
PowerPivot kemur þannig vel til móts við auknar kröfur um betri upplýsingagjöf og sjálfbærni þeirra sem þurfa að finna og miðla upplýsingum á sínum vinnustað.

TIL BAKA Í EFNISVEITU