9.1.2013 | Blogg

Betri ákvarðanir með viðskiptagreind

advania colors line

Ávinningur af árangursríkri innleiðingu á viðskiptagreind getur skilað fyrirtækjum og stofnunum margháttuðum ávinningi. Með því að vinna markvisst að uppsetningu og þróun viðskiptaumhverfis fá stjórnendur tæki til stuðnings upplýstrar ákvarðanartöku ásamt því að hafa möguleika á því að fá góða yfirsýn yfir rekstur og verkefna fyrirtækisins. Ekki veitir af enda verður rekstrarumhverfi fyrirtækja og stofnana sífellt flóknara með aukinni samkeppni og alþjóðavæðingu ásamt auknum kröfum viðskiptavina.  Hraðinn og upplýsingamagnið sem stjórnendur fást við frá degi til dags krefst að auki meiri hraða og nákvæmni í upplýsingagjöf.

Hlutverk upplýsingatækni breytist

Upplýsingatæknin spilar sífellt stærra hlutverk í starfsemi fyrirtækja og stofnana en meðal þess sem þar þarf að glíma við er vaxandi gagnamagn. Verkefnin felast  því í auknum mæli í að velja nauðsynlegar og viðeigandi upplýsingar fyrir stjórnendur og setja þær fram á aðgengilegan hátt.

Viðskiptagreind er í sífelldri framþróun

Viðfangsefni þeirra sem starfa í viðskiptagreind hefur breyst mikið.  Hefðbundin skýrslugerð er á undanhaldi og viðskiptagreind snýst nú fyrst og fremst um það að draga saman upplýsingar frá fjölbreyttum gagnaveitum, gera margvíðar greiningar ásamt því að samþætta áætlanir og árangursstjórnun.  Þetta þarf svo að setja fram á aðgengilegan hátt í greiningum, skýrslum eða stjórnborðum. Nútíma viðskiptagreind færir stjórnendum fjölbreytileg tæki og tól í daglegum störfum  þeirra:

 • Stjórnborð
 • Skorkort
 • Rauntímagreiningar
 • Skýrslur
 • Áætlanagerð og eftirfylgni

 
Ásamt þessu er lögð meiri áhersla á samhæfingu áætlunargerðar og viðskiptagreindar. Stjórnendur geta í vaxandi mæli fengið aðgang að skýrslum, stjórnborðum og skorkortum hvar og hvenær sem er í gegnum spjaldtölvur og snjallsíma.

Hvað skiptir máli við innleiðingu á viðskiptagreind?

Það er margs að gæta við innleiðingu á viðskiptagreind. Þegar tekin er ákvörðun um að fara í verkefnið að byggja upp eða bæta viðskiptagreindarumhverfi fyrirtækisins þarf að huga  að eftirfarandi þáttum:

Undirbúningur:

 • Mikilvægt er að undirbúa verkefnið vel og skilgreina markmið og ávinning þess
 • Tryggja fullan stuðning stjórnenda
 • Ákvarða afmörkun verkefnisins, oft er best að byrja smátt þótt stórt sé hugsað
 • Hafa einn eða fleiri mælikvarða til að meta árangur
 • Skilgreina lykilnotendur
 • Skilgreina þátttakendur í verkefninu og ábyrgð þeirra
 • Tryggja sameiginlega sýn allra þátttakenda og hagsmunaaðila verkefnisins
 • Ekki má gleyma að útnefna öflugan verkefnisstjóra því markviss og styrk verkefnisstjórnun er lykilatriði í hverju verkefni


Fyrstu skref verkefnis

Þegar búið er að samþykkja og skilgreina verkefnið er farið í að:

 • Skilgreina lykilatriði í upplýsingaþörf stjórnenda
 • Marka stefnu í viðskiptagreind og taka ákvörðun um hvernig á að birta og stýra þessum upplýsingum
 • Tryggja skýra stefnu og að allir hlutaðeigandi hafi sömu sýn á verkefnið
 • Skilgreina kerfi, verktaka, notendur og upplýsingar
 • Hámarka afköst, áreiðanleika og sveigjanleika ferla og grunnkerfa

 

Að fara í verkefni sem þetta er töluverð fjárfesting sem mun síðar skila fyrirtækinu verulegum ávinningi:

 • Aðgengi að réttum upplýsingum á réttum tíma er lykilatriði í fyrirtækjarekstri
 • Rétt skilgreindir lykilmælikvarðar gefa stjórnendum möguleika á að fylgjast með því sem máli skiptir
 • Markviss árangursstjórnun skilar hagræðingu og fjárhagslegum ávinningi

Góð samvinna deilda og sviða er lykill að árangri

Til að innleiðing á viðskiptagreind gangi upp og framkvæmd hennar gangi snuðrulaust fyrir sig og skili þeim ávinningi sem lagt er upp með þurfa margir aðilar með mismunandi hæfni að leggjast á eitt. Mjög mikilvægt er að hafa í huga að því fer fjarri að þetta sé aðeins verkefni tölvudeildar. Innleiðing á viðskiptagreind er blanda af tækniverkefni og breytingaferli sem ólíkir aðilar geta komið að, til dæmis koma starfsmenn tölvudeildar og aðkeyptir verkakar með nauðsynlega tækniþekkingu. Þekking á rekstri fyrirtækisins þarf að sjálfsögðu að spila lykilhlutverk í verkefninu og þar koma að starfsmenn ólíkra sviða og deilda . Nauðsynlegt er að velja að aðila verkefninu með greiningarhæfni, þetta geta verið starfsmenn fyrirtækisins eða aðkeyptir ráðgjafar sem aðstoða við greiningar eða að koma upp þessari þekkingu.

 

Þjónusta Advania á sviði viðskiptagreindar

Starfsmenn Advania hafa samanlagt áratugalanga reynslu í ráðgjöf og þjónustu í viðskiptagreind auk þess að hafa sérfræðikunnáttu í hönnun og smíði vöruhúsa gagna, gagnahreinsunar og samhæfingar gagna. Sérþekking okkar liggur í eftirfarandi þáttum viðskiptagreindar:

 • Greining
 • Áætlanagerð
 •  Mælaborð
 • Vöruhús gagna
 • Rekstur
 • Markmiðasetning
 • Stefnumótun viðskiptagreindar
 • Rekstrarráðgjöf
 • Gæði gagna
 • Val á framendatólum
TIL BAKA Í EFNISVEITU