Netfundur: Nýtt viðskiptagreindartól í ORRA

Fyrsti netfundur Advania um nýja virkni í ORRA.

Dagsetning/tími:þriðjudagur 10. desember 11:00-11:30
Staðsetning:
Skráningu lýkur:11:00 þriðjudagur 10. desember
Nánari lýsing:Fyrsti netfundur um nýja virkni í ORRA fer fram þriðjudaginn 10.desember kl.11.

Árný Elfa Helgadóttir, ráðgjafi Advania, segir frá nýjum stjórnborðum eða viðskiptagreindartólum í ORRA.

Fyrirlesturinn gagnast öllum þeim sem sjá um eftirlit og stjórnun í undirkerfum ORRA.

Fjallað verður um nýjungina Oracle Enterprise Command Center þar sem nálgast má lykilupplýsingar á einum stað. Árný fer með okkur inn í ORRA og skoðar sérstaklega stjórnborð viðskiptaskulda. Rýnt verður í markmið og tilgang hvers stjórnborðs.

Við hjá Advania viljum vera í góðum samskiptum við ORRA-notendur og hyggjumst bjóða uppá fleiri netfundi um nýja og gagnlega virkni í kerfinu. Notendur geta fylgst með fræðslufundunum hvaðan sem þeim hentar og geta verið skráðir inn í ORRA á meðan á netfundum stendur.

Fundirnir verða sendir út frá höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni í Reykjavík. Þeir sem skrá sig á fundinn fá senda youtube-slóð þar sem netfundurinn birtist.

Notendum gefst kostur á að senda inn spurningar til fyrirlesara en til þess þarf að vera skráður inn á google eða youtube.

Skráningarfrestur er runninn út