Nýjungar frá Veeam 2021

Fulltrúar Veeam og Advania fjalla um helstu nýjungar í afritunar- og öryggislausnum frá fyrirtækinu en Veeam hefur nýlega uppfært grunnlausnir sínar.

Dagsetning/tími:fimmtudagur 14. janúar 10:00-11:30
Staðsetning:Á netinu
Skráningu lýkur:10:00 fimmtudagur 14. janúar
Nánari lýsing:

Veeam og Advania fjalla um helstu nýjungar í afritunar- og öryggislausnum frá Veeam sem nýlega uppfærði grunnlausnir sínar.

Kynntar verða áhugaverðar nýjungar í  lausnaframboði Veeam sem nú þegar eru komnar í uppfærðum útgáfum. Farið verður yfir nýja möguleika sem snúa meðal annars að Microsoft 365 og skýjalausnum eins og Azure og AWS.

Fram koma:

  • Peter Allin Thorup Cloud Manager, Field Sales hjá Veeam.
  • Karsten Michael Bundgaard Systems Engineer, Technical Sales hjá Veeam.
  • Ólafur Helgi Haraldsson hópstjóri og Veeam-sérfræðingur hjá Advania.

 

Dagskrá fundarins:

  • Nýjungar hjá Veeam - Nýlega kom á markað útgáfa 11 frá Veeam en þar má finna áhugaverðar og gagnlegar nýjungar fyrir kerfisstjóra sem ábyrgð bera á þessu verkefni.
  • Microsoft 365 backup - Afritunarlausn Veeam fyrir Microsoft 365 umhverfið er í mikilli þróun og býður nú enn meiri möguleika en áður. Útgáfa 5 af þessu kerfi styður meðal annars við Microsoft Teams og afritun eflist á Outlook, SharePoint og OneDrive.
  • Cloud Workloads - Viðskiptavinir nýta sér í auknu mæli  skýjaþjónustur á borð við Azure og AWS. Veeam býður afritunarlausnir fyrir slík umhverfi með öruggum hætti.
  • Þjónustuframboð Veeam hjá Advania - Advania hefur um árabil boðið þjónustur sem byggja á Veeam sem gagnast vel þeim sem reka eigin kerfi eða eru með kerfi í hýsingu. Ólafur Helgi fer yfir hvernig við getum unnið með fyrirtækjum að auknu öryggi og aukinni hagræðingu í rekstri slíkra lausna.

Skráning á Webex