Morgunverðarfundur - Þróun í mannauðskerfum ríkisins

Þó nokkur þróun hefur átt sér stað á undanförnum mánuðum í mannauðskerfum ríkisins.

Dagsetning/tími:föstudagur 27. september 08:00-10:00
Staðsetning:Advania, Guðrúnartúni 10
Skráningu lýkur:07:00 föstudagur 27. september
Nánari lýsing:
Okkur langar að sýna ykkur sem koma að mannauðsmálum hjá ríkinu helstu nýjungar, sem styðja við verkefnin ykkar, skilvirkari verkferla og þar með faglega mannauðsstjórnun.


Markmiðið hefur verið að þróa mannauðskerfi ríkisins í átt að nútímalegra viðmóti, spara tíma, styðja betur við stefnu stofnana og stjórnvalda í ríkisrekstri og svara þörfum notenda. Ávinningurinn við betri nýtingu mannauðskerfa er ótvíræður og mikið virði í því að hafa réttar upplýsingar aðgengilegar á hverjum tíma. Fundurinn er liður í því að upplýsa og styðja betur við notendur og skapa jafnframt vettvang til að hittast og spjalla saman.


Dagskrá: 

08:00 – Við opnum dyrnar og bjóðum upp á veitingar

08:30 – Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, býður góðan dag

08:40 – Ráðningarkerfið. Nýtt viðmót umsækjenda. Umbætur fyrir ráðningaraðila. Rafrænir ráðningarsamningar. 

09:10 – EMBLA - Launagreiningarkerfi fyrir jafnlaunavottun.

09:40 – Á döfinni - Smástund (nýjungar í Vinnustund). Breytingabeiðni. Fræðsla starfsmanns. Mannauðs- og launaskýrslur. Rafrænt starfatorg. Nýtt viðmót fræðslukerfis.
 
10:00 – Fundarlok

Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Advania að Guðrúnartúni 10, föstudaginn 27. september. Ókeypis er á fundinn en við biðjum gesti um að skrá sig til þátttöku.


Bein útsending verður einnig hjá Advania Akureyri að Tryggvabraut 10 og starfstöð okkar Sauðarkróki að Faxatorgi. 


Skráningarfrestur er runninn út