Hertu varnir í Microsoft umhverfinu - vertu vakandi fyrir stafrænum ógnum

Fundurinn er ætlaður þeim sem hafa tök á að uppfæra í Microsoft 365 Business Premium eða Microsoft 365 E3.

Dagsetning/tími:fimmtudagur 15. apríl 13:00-14:00
Staðsetning:Á netinu
Skráningu lýkur:
Nánari lýsing:

Á fundinum verður leitast við að veita fólki innsýn í Microsoft 365-svítuna og fjalla um gagnið af því að uppfæra í Microsoft 365 BP eða M365 E3. Fjallað verður sérstaklega um öryggislausnir í svítunni og hvernig þær verjast þeim stafrænu ógnum sem að okkur steðja.  

Farið verður yfir hvað felst í uppfærslu yfir í Microsoft 365 Business Premium eða Microsoft 365 og lausnir innan svítunnar sem hugsanlega eru vannýttar. 

Af hverju ættum við að uppfæra, það virkar allt vel hjá okkur?
Hversu kostnaðarsöm er uppfærsla?
Hver er ávinningurinn af því að fjárfesta í uppfærslu?
Hversu langa tíma tekur að skipta yfir?
Hvaða áhrif hefur uppfærsla á dagleg störf okkar?
 

Dagskrá:  

  • María Björk Ólafsdóttir, Microsoft ráðgjafi Advania, fjallar um Microsoft 365 Business Premium og Microsoft 365 E3 lausnirnar. 
  • Ævar Svan Sigurðsson, deildarstjóri á rekstrarlausnasviði Advania, fjallar um stafrænar ógnir og nauðsynlegar öryggislausnir. 
  • Ragnhildur Ágústsdóttir frá Microsoft á Íslandi fjallar um stafrænar ógnir og fer yfir lausnir svítunar sem kunna að vera vannýttar. 
Skráning í Velkomin