Fræðslufundur miðlægra lausna - Jólasan 2020

Dagsetning/tími:fimmtudagur 26. nóvember 14:00-16:00
Staðsetning:Á netinu
Skráningu lýkur:14:00 fimmtudagur 26. nóvember
Nánari lýsing:

Advania og Dell EMC blása til kynningar þar sem fulltrúar Dell EMC segja frá nýjungum í búnaðarlausnum í rekstri hjá viðskiptavinum (e. On-Premises).

 

Dagskrá:

  • 14:00 - Fundaropnun
  • 14:10 - Netþjónar og lausnir; farið yfir það helsta sem er að gerast á sviði netþjóna og HCI lausna frá Dell EMC.  Skoðum saman AMD EPYC netþjóna og ýmsar sérlausnir.
  • 14:35 - Farið verður yfir það helsta sem markvert er varðandi gagnageymslulausnir fyrir hefðbundin fyrirtæki og það frábæra lausnamengi sem Dell EMC hefur uppá að bjóða á þessu sviði.
  • 15:05 - Netbúnaður og tengdar lausnir eru að ganga í gegnum byltingu þessi misserin þar sem verið er að sýndarvæða flest það sem kemur að hefðbundnum netþjónustum.  Fulltrúi Dell EMC kynnir lausnir á þessu sviði ásamt því að fara snöggt yfir nýjar línur Campus svissa frá Dell EMC.
  • 15:30 - Fulltrúi Dell EMC kynnir lausnir sem snúa að sjálfvirkri vöktun búnaðar í gegnum svonefnt Support Assist kerfi Dell EMC.  Margir þekkja svona kerfi í tengslum við æðri gagnastæður en netþjónar frá Dell styðja við að fjarvöktun eigi sér stað á stöðu búnaðar ásamt því að bjóða þann möguleika að þjónustubeiðnir vegna bilana og söfnun nauðsynlegra upplýsinga fari fram án aðkomu notenda. Spörum tíma, aukum öryggi og uppitíma kerfa með virkri 24/7/365 vöktun frá Dell EMC.
  • 15:55 - Spurningar og svör.
  • 16:00 - Fundarslit.


Fram koma:

  • Andreas Baadnes, Partner Systems Engineer at Dell Technologies
  • Eyvind Röst, Senior Systems Engineer at Dell Technologies
  • Kjell Ove Tenold - Senior Systems Engineer at Dell Technologies
Skráning á Webex