Morgunverðarfundur - skila frammistöðusamtölin nægum árangri?

Rannsóknir benda til þess að vænlegra sé að framkvæma frammistöðusamtöl oft á ári en það skapar ýmsar áskoranir. Hvernig sigrum við þær?

Dagsetning/tími:fimmtudagur 05. september 08:00-10:00
Staðsetning:Advania, Guðrúnartúni 10
Skráningu lýkur:07:00 fimmtudagur 05. september
Nánari lýsing:

Mörg fyrirtæki standa að frammistöðusamtölum einu sinni á ári. Markmið þessarar aðferðafræði er að hvetja starfsfólk til frekari þróunar og auka hæfni þess. Rannsóknir benda til þess að tíðari frammistöðusamtöl séu vænlegri til árangurs en slíkt fyrirkomulag skapar ýmsar áskoranir. Hvar finnum við tímann sem þarf til að undirbúa samtölin, framkvæma þau og vinna með niðurstöður þeirra? 

Á þessum fundi ætlum við að fjalla um framtíð starfsmannaþróunar, segja frá nýrri aðferðafræði sem hefur skilað árangri hér á landi og heyra reynslusögu af því hvernig hægt er að auka tíðni frammistöðusamtala en á sama tíma einfalda umsýslu og úrvinnslu allra gagnanna sem verða til með því að nota fræðslu- og frammistöðulausnina eloomi. 
 

Dagskrá: 

08:00 – Við opnum dyrnar

08:30 – Advania býður góðan dag

08:35 – Þurfa frammistöðusamtöl að vera vesen? - Hinrik Sigurður Jóhannesson, mannauðsstjóri Advania á Íslandi
Í þessu erindi skoðum við tilganginn með frammistöðu og starfsmannasamtölum og hvernig Advania hefur endurskoðað ferilinn, nýtt tæknina, aukið áhrif samtalanna. Allt þetta með því að draga úr flækjustigi við undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni samtalanna. 

09:05– Frammistöðusamtöl á Íslandi: Hvað er að virka og hvað ekki? - Marta Gall Jörgensen og Hallur Hallsson, mannauðsráðgjafar hjá Gallup
Marta og Hallur ætla að segja frá nýrri aðferðafræði við frammistöðusamtöl sem hefur skilað íslenskum fyrirtækjum jákvæðum niðurstöðum. 

09:25 – Framtíð frammstöðustjórnunar – Claus Johansen, framkvæmdastjóri eloomi
Í erindu sínu mun Claus fjalla um breytingar á fyrirkomulagi frammistöðustjórnunar og spá fyrir um þróun þessara fræða til lengri tíma. Hann mun leitast við að svara því hvernig fyrirtæki geta skapað sér forskot með því að efla sína verðmætustu auðlind á markvissan máta.
 
09:45 – Fundarlok
Ráðgjafar Gallup og Advania verða á svæðinu, reiðubúnir að svara spurningum fundargesta og sýna lausnir sem einfalda umsýslu vegna frammistöðustjórnunar. 

Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Advania að Guðrúnartúni 10, fimmtudaginn 5. september. Við bjóðum einnig upp á beina útsendingu á skrifstofu okkar að Tryggvabraut 10 á Akureyri. Ókeypis er á fundinn en við biðjum gesti um að skrá sig til þátttöku. 


Fullbókað!Skráningarfrestur er runninn út