Arnheiður Árnadóttir

Er verkefnastjóri í hugbúnaðarlausnum og þjónustar mörg af stærstu fyrirtækjum landsins.

 

„Það er mjög gaman að fá strax endurgjöf á því hvernig maður stendur sig“

Hvernig spilar þjónustan inn í þitt starf?

Stærstur hluti starfs míns felst í að þjónusta viðskiptavini Vinnustundar og Matráðs í gegnum málakerfið Service Now.  Að mínu mati er það góð þjónusta að aðstoða viðskiptavini kerfanna eins hratt og kostur er, af kurteisi og virðingu.  

Í mínum hópi leggja starfsmenn metnað sinn í að veita góða þjónustu. Samvinnan innan hópsins er mjög góð. Við eigum líka gott samstarf við  Oracle-hópinn sem vinnur að tengdum kerfum.

Arnheiður Árnadóttir hjá Advania fær 11 af 10 stigum mögulegum fyrir ítarlegar upplýsingar og þolinmæði!
Anna María Magnúsdóttir
forstöðumaður og sjúkraliði á Blönduósi

Hvað hjálpar þér að veita góða þjónustu?

 

Við notum sérstakt kerfi sem heldur utan um alla þjónustu sem við veitum. Þannig sjáum við til þess að allir fái svar við sínum beiðnum sem fyrst og ekki leiki neinn vafi á hvað þurfi að gera. Í sama kerfi geta viðskiptavinir veitt okkur endurgjöf og jafnvel skrifað okkur skilaboð ef þeir vilja. Við stöndum okkur bara nokkuð vel, þó ég segi sjálf frá og oft fáum við fullt hús stiga. Það er mjög gaman að fá strax endurgjöf á því hvernig maður stendur sig.

Sjáðu lausnina

Arnheiður og samstarfsfólk hennar í sérlausnum Advania reka meðal annars og þjónusta Matráð. 

Copy of Advania3721_01.jpg

Viltu hitta fleiri?

Gudmundur-Karl_quote.jpg
johanna mynd_quote.jpg

Við viljum ávallt gera betur

Advania hefur sett sér skýr markmið í þjónustu. Sjáðu hvernig okkur gengur: