Elísabet Jóna Gunnarsdóttir

Ráðgjafi hjá viðskiptalausnum og sérhæfir sig í Business Central frá Microsoft.

 

„Starf mitt byggir á þjónustu við viðskiptavini og legg ég mig alla fram um að veita góðu þjónustu,“

Hvaða þýðingu hefur hrós fyrir þig?

Ekki að maður þurfi stöðugt að fá hrós en það er gott öðru hvoru, það er smá „búst“ fyrir mann. Ég reikna með að ég fái hrós fyrir að veita góða þjónustu og viðskiptavinurinn sé mjög sáttur. Það veitir manni vellíðan, og þá veit maður að maður er að standa sig vel.

Takk fyrir mig. Elísabet er uppáhalds þjónustufulltrúinn minn, leysir allt fljótt og vel og á mannamáli!
Unna Björg Ögmundsdóttir
Brunavarnir Árnessýslu

Af hverju færð þú hrós?

 

Ég reikna með að það sé vegna þess að ég hafi veitt góða þjónustu og viðskiptavinurinn er mjög sáttur. Það gerist kannski því að ég veiti þá þjónustu sem ég myndi vilja fá hjá þeim aðilum (fyrirtækjum) sem ég fæ þjónustu hjá. Starf mitt byggist mjög mikið á þjónustu við viðskiptavini og legg ég mig fram að veita góðu þjónustu 

Sjáðu lausnina

Elísabet er hluti af Dynamics 365 Business Central teymi Advania. Alhliða viðskiptakerfi fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

Viltu hitta fleiri?

sigurdur_mynd_quote.png
Andres_litakubbur_quote.jpg

Við viljum ávallt gera betur

Advania hefur sett sér skýr markmið í þjónustu. Sjáðu hvernig okkur gengur: