Guðmundur Karl Atlason

Er sérfræðingur netkerfa hjá rekstarlausnum Advania.

 

„Mér finnst bara ótrúlega gaman að takast á við vandamál, bilanagreina og leysa þau“.

Hvernig spilar þjónustan inn í þitt starf?

Þjónusta er mjög stór þáttur í starfi mínu, netkerfi er stór partur í starfi viðskiptavina og  mikilvægt  taka á vandamálum sem koma upp hratt og örugglega einnig er mikilvægt að valda ekki raski daglegum rekstri við breytingar þess vegna notum við breytingarbeiðnir og rýni þegar um stórar breytingar er að ræða. 


Við notum spjallforrit með rásum og einnig getum við sent skilaboð á milli okkar beint þannig að ef okkur vantar einhverjar upplýsingar eða ráð þá er lítið mál að ná sambandi við aðra starfsmenn. Samvinnan er mjög góð á okkar sviði og er mín reynsla að alltaf hægt að sækjast eftir aðstoð eða góðum ráðum. 

Guðmundur sem er starfsmaður ykkar á Akureyri er topp eintak. Mikil hjálpsemi og þekkir sitt fag. Haldið fast í þennan.
Ingi Magnús Gíslason
Öryggismiðstöðin

Hvað er góð þjónusta fyrir þér?

Að vera í góðum samskiptum við viðskiptavin og hafa hann upplýstan um stöðu á málinu. Jákvætt viðmót, þjónustulund og einnig þekkingar á viðfangsefni er mikilvægt. 

Eftirfylgni með vandamálum sem voru leyst er einnig mikilvæg og oft sem eitthvað annað kemur þá upp sem gleymdist í fyrra símtali eða málið var ekki leyst að fullu. Þjónustumenningin á sviðinu okkar er góð, það eru allir mjög áhugasamir um að veita góða þjónustu. Þegar málum er lokað þá geta viðskiptavinir valið broskall ef gekk vel (Happy or Not), síðan eru reglulegar þjónustukannanir gerðar sem er farið yfir. 

Innviðir

Netkerfi eru hluti af innviðaþjónustu Advania. Sjáðu hvernig þú getur styrkt innviði þíns fyrirtækis.

Viltu hitta fleiri?

sigurdur_mynd_quote.png
Reynir_mynd_quote.png

Við viljum ávallt gera betur

Advania hefur sett sér skýr markmið í þjónustu. Sjáðu hvernig okkur gengur: