Reynir Haraldur Þorgeirsson 

Sérfræðingur í afgreiðslulausnum og aðstoðar verslanir af öllum stærðum og gerðum.

 

„Sambandið við viðskiptavinina er oft svo gott að stundum hringja þeir bara til að spjalla“

Hvaða máli skiptir þjónusta í þínu starfi?Við þurfum að vera snörp í að afgreiða vandamál því viðskiptavinir okkar mega ekki við löngum útföllum. Það eru viðmið um hversu stuttur tími má líða þangað til vandamál er leyst og við reynum alltaf að vera vel undir þeim mörkum. Viðvik koma inn á sérstakt þjónustuborð og hópurinn deilir þeim jafn óðum á milli sín. Ef stórt mál kemur upp, þá stökkva allir til að bjarga málunum eins hratt og auðið er. Góð þjónusta fyrir okkur er að vera snögg og liðleg. Við hlustum á viðskiptavininn og reynum alltaf að gera betur.

 


 

Reynir veitti okkur skjóta þjónustu og gagnlegar upplýsingar. Hann er einstaklega kurteis og með þjónustulund upp á tíu! 
Guðrún Jónsdóttir
Vatnajökulsþjóðgarði

Hvernig aðstoðið þið viðskiptavini ykkar?

Ef það er bilun í afgreiðslukerfum hafa viðskiptavinir samband en mjög oft þurfa þeir þess ekki. Sérstakt kerfi fylgist með að afgreiðslukerfi séu í lagi og ef eitthvað bjátar á fáum við meldingu. Þannig erum við oft búin að laga vandamálið áður en viðskiptavinurinn tekur eftir því. Þegar verið er að setja upp nýjar verslanir veitum við ráðgjöf um uppfærslur. Við þekkjum auðvitað vöruna vel. Stundum er jafnvel bara hringt og spjallað því við eigum oft í svo góðu sambandi við kúnnana.  

Afgreiðslulausnir

Reynir er í hópi sérfræðinga í afgreiðslulausnum sem aðstoðar margar af stærstu verslunum landsins. Kynntu þér þær fjölmörgu lausnir sem eru í boði.

Viltu hitta fleiri?

Erla_mynd_quote.png
Elisabet_litakubbur quote.jpg