Sigurður Óli Árnason

Ráðgjafi í hugbúnaðarlausnum, aðstoðar fyrirtæki við að innleiða spjallmenni.

 

„Það er gamaldags að bregðast bara við beiðnum um bætingar hér og þar, heldur þurfum við að vera fyrri til“

Hvaða máli skiptir þjónusta í þínu starfi?

Ég vinn sem ráðgjafi við innleiðingar á spjallmennum. Það þýðir að ég hjálpa viðskiptavininum að sjá hvað er hægt er að leysa með spjallmennum og svo leiði ég vinnuna við að útfæra það og skipuleggja. Ég er ekki endilega að smíða spjallmennið sjálfur heldur er ég að hjálpa viðskiptavininum að smíða spjallmennið sitt. Við erum þá oft að þjálfa upp fólk sem vinnur í þjónustuverum viðskiptavinarins og hefur ekki endilega tæknilegan bakgrunn og þá er það mitt hlutverk að kenna þeim á tólin.  

Þegar við erum í svona innleiðingum vinn ég mjög náið með viðskiptavininum og þjóna þar mjög breiðu hlutverki, allt frá því að leysa tæknileg mál með forritun í að vera hálfgerð klappstýra til að halda uppi góðum móral. Það getur nefnilega verið erfitt fyrir starfsfólk að vera tekið úr sínum venjulegu störfum og sett í að læra á nýja tækni. Þá er mikilvægt að það sé þægilegt og stuðningsríkt umhverfi í kringum vinnuna. 

Þegar við klárum innleiðingu held ég svo áfram að vera í samskiptum við viðskiptavin til að hjálpa þeim að bæta lausnina sína. Þá leiðbeini ég þeim við að finna leiðir til að nýta spjallmennið á sniðugan hátt þannig að það nýtist þeim og viðskiptavinum þeirra sem best. 

Sigurður Óli er þolinmóður, jákvæður og með góðar lausnir á þeim vandamálum sem koma upp. Hann svarar fljótt og er alltaf til staðar.  
Tómas Sigurðsson
ráðgjafi hjá Menntasjóði námsmanna

Hvað hvetur þig áfram í að veita góða þjónustu?

Það er æðisleg tilfinning að sjá viðskiptavinum takast vel til með lausn sem maður hefur hjálpað þeim við að koma á laggirnar. Það getur verið gleði fólks yfir að leysa eitthvað verkefni eða að endanotandi hafi átt stórkostlega upplifun af lausninni. Tækninni er ætlað að einfalda líf fólks og það er magnað að geta haft jákvæð áhrif á líf fólks sem maður hefur aldrei hitt. Einhver velvild út í kosmósið.

Spjallmenni

Sigurður Óli er sérfræðingur í spjallmennum, sjálfvirkum og stafrænum þjónustufulltrúum - sjáðu lausnirnar sem spjallmenni bjóða upp á.

Viltu hitta fleiri?

Erla_mynd_quote.png
Reynir_mynd_quote.png

Við viljum ávallt gera betur

Advania hefur sett sér skýr markmið í þjónustu. Sjáðu hvernig okkur gengur: