Við erum stolt af hugviti starfsfólks okkar, sköpunargáfu þeirra og þjónustulund. Hjá okkur starfa um 650 manns með brennandi áhuga á upplýsingatækni, þar af um 500 í höfuðstöðvum okkar í Reykjavík. 

Meira en bara vinnustaður

Við lítum á fólkið okkar og færni þess sem helsta styrkleika Advania. Þess vegna leggjum mikið upp úr því að skapa góða aðstöðu og hlúum að þeirri jákvæðu og góðu menningu sem er til staðar hjá fyrirtækinu.

Við leggjum áherslu á sterka og öfluga liðsheild en ýtum einnig sérstaklega undir það að hver og einn fái tækifæri til að þróa áfram persónulega færni og hæfileika.

Við lítum á Advania sem meira en bara vinnustað.

Aðstaðan

Starfsfólk okkar fær aðgang að fyrsta flokks vinnuaðstöðu og búnaði sem hjálpar þeim að sinna daglegum störfum en vinnustaðurinn er svo miklu meira en bara nánasta vinnuumhverfi hvers og eins. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður með magnað félagslíf og umhverfisvæna starfshætti.
 
Við bjóðum starfsfólki okkar upp á fyrsta flokks mötuneyti og líkamsræktaraðstöðu. Starfsfólk nýtur einnig skemmtilegrar leikaðstöðu með billiardborði og öllum nýjustu leikjatölvunum. Hjá Advania er öflugt félagslíf sem fer meðal annars fram í gegnum gríðarlega öflugt klúbbastarf starfsmannafélagsins, svo fátt eitt sé nefnt.
 
Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins.

 

 

Konur og tækni

Hjá Advania trúum við því að besta niðurstaðan náist með fjölbreyttum hópum fólks. Þannig koma fram ólík sjónarmið sem geta stuðlað að góðum lausnum. Þess vegna viljum við stuðla að aukinni sókn kvenna inn í tæknistörf.

Við viljum fleiri konur til starfa og hvetjum konur til að skoða starfsmöguleika hjá okkur.

Vilt þú slást í hópinn?

Við erum alltaf með augun opin fyrir metnaðarfullu, framtakssömu og skemmtilegu fólki sem vill taka þátt í vegferðinni. Ekki hika við að sækja um starf ef þú sérð eitthvað við hæfi, eða sendu okkur opna umsókn.