Laus störf

Sölumaður notendabúnaðar

Sækja um

Lifir þú og hrærist í heimi tækninnar? Hefur þú brennandi áhuga á öllum tækninýjungum og klæjar í fingurnar við tilhugsunina að snerta á heitustu græjunum á markaðnum hverju sinni? 

Advania leitar að kraftmiklum sölumanni fyrir notendalausnir félagsins. Ef þú árangursdrifinn sölumaður sem hefur áhuga á að vinna hjá stærsta upplýsingafyrirtæki landsins með fagfólki í fremstu röð gæti þetta verið starfið fyrir þig.
 

Nánari upplýsingar

Tæknimenn í gagnaveri

Sækja um

Okkur vantar handlagna og duglega einstaklinga í störf tæknimanna í gagnaveri okkar að Fitjum á Reykjanesi. 
 

Nánari upplýsingar

Almenn umsókn um starf í kerfis- og netrekstri

Sækja um

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á kerfisstjórnun, netrekstri eða upplýsingatækni almennt. Ef þú ert mjög tæknisinnaður einstaklingur, búinn með nám í kerfisstjórnun, netrekstri eða jafnvel með vottaða tækniþekkingu þá hvetjum við þig til að sækja um!
 

Nánari upplýsingar

Almenn umsókn um starf í hugbúnaðarþróun

Sækja um

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á forritun og hugbúnaðarþróun. Ef þú ert með bakgrunn í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða góða færni í forritun og vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá hvetjum við þig til að sækja um!
 

Nánari upplýsingar

Kerfisstjóri í kerfis- og notendaþjónustu

Sækja um

Okkur vantar kerfisstjóra til að sjá um daglegan UT rekstur viðskiptavina okkar. Meðal verkefna er almenn þjónusta, bilanagreining og rekstur upplýsingakerfa.
 

Nánari upplýsingar

Almenn umsókn um önnur störf

Sækja um

Við erum sífellt að leita að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á upplýsingatækni. Ef þú vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá ættirðu að lesa áfram.

Nánari upplýsingar

Alhliða þjónusta fyrir atvinnulífið

Advania veitir atvinnulífinu alhliða þjónustu á sviði upplýsingatækni- hugbúnaðarlausna, rekstrarþjónustu og sölu á vélbúnaði. Hjá Advania starfa um 1.100 manns og erum við 9. stærsta upplýsingatæknifyrirtæki Norðurlanda.

Skemmtilegur vinnustaður

En gæðin skipta okkur meira máli en stærðin. Við viljum byggja upp besta vinnustað landsins og leggjum metnað í að hlúa að starfsfólkinu okkar. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður með öfluga heilsueflingu, magnað félagslíf og umhverfisvæna starfshætti.