Morgunverðarfundur: Betri samskipti strax í dag

Hvernig bætum við upplifun viðskiptavina og þjónustufulltrúa? Á fundinum verður farið yfir nýjar samskiptalausnir og hvernig þær gera fyrirtækjum kleift að veita enn betri þjónustu.

Dagsetning/tími:fimmtudagur 08. nóvember 08:00-10:00
Staðsetning:Advania, Guðrúnartúni 10
Skráningu lýkur:08:00 fimmtudagur 08. nóvember
Nánari lýsing:

Á morgunverðarfundi Advania fimmtudaginn 8. nóvember ætlum við að einbeita okkur að samskiptum þjónustuvera og viðskiptavina. Hvaða tækni spilar þar inní og hvernig getur ný tækni bætt upplifun viðskiptavina og þeirra sem starfa í þjónustuverum.

Kynntar verðar sniðugar lausnir sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum og sagt verður frá því hvernig tæknin getur hjálpað fyrirtækjum að veita enn betri þjónustu. Við fáum að heyra reynslusögu frá Ölgerðinni þar sem fjallað verður um áskoranirnar og ávinninginn af innleiðingu nýrrar tækni og skipulags í þjónustuverum.

Dagskrá

08.00 - Húsið opnað

08:30 - Advania býður góðan dag
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, setur fundinn

08:35 - Samstilltari liðsheild með Microsoft Teams
Jóhannes Arelakis er sérfræðingur í samskipta- og símalausnum en hann ætlar að fjalla um ávinningin af því að gera Microsoft Teams að miðju samskipta og samvinnu innan fyrirtækja.

08:50 - Nútíma samskiptatækni og framúrskarandi þjónusta
Lars Fredsted frá Competella ætlar að fjalla um hvernig nútíma samskiptatækni einfaldar fyrirtækjum að veita framúrskarandi þjónustu. Sérstaklega verður fjallað um samskiptalausnina Competella sem hefur að geyma öll helstu samskiptatól fyrirtækisins, á borð við tölvupóst, samfélagsmiðla, símtalaflutninga, beiðnir ofl. 

09:15 - Upplifun og áskoranir við stórtækar breytingar á símkerfi og þjónustuveri Ölgerðarinnar
Valgerður G. Guðgeirsdóttir, þjónustustjóri Ölgerðarinnar, deilir með okkur reynslu Ölgerðarinnar og hvernig starfsfólk fyrirtækisins tókst á við stórtækar breytingar á þjónustuumhverfi eftir innleiðingu nýs símkerfis og þjónustuvers.

09:35 – Hliðstæðar leiðir til samskipta með Microsoft TEAMS
Darri Freyr Helgason, sérfræðingur í samskiptalausnum, fjallar um áskoranirnar og kostina sem fylgja því að nýta nýjar samskiptaleiðir og -lausnir í gegnum "skýið".

10.00 - Dagskrárlok

 

Skráningarfrestur er runninn út