Advania leggur mikið upp úr að gera hlutina rétt - hér má finna samfélagsstefnu fyrirtækisins.  

Samfélagsábyrgð Advania

Niðurstöður vinnu Advania í sjálfbærni eru kynntar í sérstakri sjálfbærniskýrslu. Fyrsta sjálfbærniskýrsla samstæðunnar var gefin út í júní 2020 fyrir starfsárið 2019. Skýrslan var unnin í samstarfi við öll Advania félögin, við gerð hennar myndaðist vettvangur fyrir samvinnu og gagnkvæman lærdóm. Advania á Íslandi er stolt að kynna sína fyrstu sjálfbærniskýrslu sem er á sama tíma fyrsta skerfið í að innleiða sjálfbærni inn í starfsemi félagsins á fleiri vígstöðum.

Skýrslan er COP skýrsla (e. Communication on Progress), en að gefa út upplýsingar um framgang í sjálfbærnimálum er eitt af þeim skilyrðum sem ætlast er til af meðlimum UN Global Compact. Skýrslan útskýrir hver staða Advania er í málaflokknum og hvaða vinnu við höfum ráðist í til þess að gera betur.

Advania Sustainability Report
shutterstock_1202629225.jpg

Sjálfbærnistefna

Advania er leiðandi þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni sem trúir því að tækni snúist um fólk. Við leggjum okkur fram við að rækta langtímasambönd við viðskiptavini og skapa verðmæti með snjallri beitingu upplýsingatækni. Við tökum ábyrgð á verkefnum og velgengni okkar viðskiptavina og það er okkar trú að árangur Advania byggi á sterkum grunngildum, sem eru ástríða, snerpa og hæfni. Það fylgir því ábyrgð að vera leiðandi fyrirtæki í nútíma samfélagi og Advania tekur það hlutverk alvarlega. 

Upplýsingatækni sem iðnaður hefur talsverð áhrif á samfélagið. Bæði umhverfisáhrif með auðlinda- og orkunotkun tengda framleiðslu og notkun búnaðar en einnig samfélagsáhrif, ekki síst gagnvart fólki sem starfar við framleiðslu búnaðar og liggur neðar í aðfangakeðjunni. Þrátt fyrir þessi áhrif er upplýsingatækni og stafræn þróun einnig hluti af lausninni og talið er að stafræn tækni geti minnkað losun á heimsvísu um 15%. Upplýsingatæknin er í raun nauðsynlegur hlekkur til að mynda það sjálfbæra samfélag sem við sækjumst eftir.  Verkefni Advania í sjálfbærni er því margþætt.

Advania stefnir á að vinna bæði að samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni á okkar heimavelli og standa undir þeirri ábyrgð sem að upplýsingatækni sem iðnaður hefur á heimsvísu. Einnig að vera meðvituð um þau tækifæri sem að stafræna byltingin hefur í för með sér.  Stefna Advania á Íslandi er að vera leiðandi í að stuðla að jákvæðum áhrifum upplýsingatækninnar og draga úr þeim neikvæðu. Í því felst að leita að tækifærum til að gera betur og endurskoða núverandi viðskiptahætti gagnvart umhverfinu, vinnuréttindum, mannréttindum og viðskiptasiðferði. 

 

Sjálfbær þróun

Advania gekkst undir skilmála UN Global Compact árið 2019 og hefur tileinkað sér hin tíu grundvallarviðmið Sameinuðu Þjóðanna. Advania hefur horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem leiðarvísi í sinni sjálbærnivinnu. Heimsmarkmiðin tengjast öll innbyrðis en Advania hefur valið  þau markmið sem við teljum að starfsemin geti haft mest áhrif á. Heimsmarkmiðin sem að Advania hefur sett í forgang eru eftirfarandi: 

 
markmid.PNG

Ábyrgð Advania

Það er ábyrgð Advania að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á samfélagið og umhverfið og að sama skapi auka jákvæð áhrif. Þar sem Advania er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni er mikilvægt að við vinnum markvisst að aukinni sjálfbærni, bættum árangri, auknum gæðum þjónustu og lengingu líftíma búnaðar. Advania einsetur sér að fylgja gildandi lögum eða öðrum bindandi kröfum sem gerðar eru í samfélaginu til ofangreindra þátta. Við leggjum okkur fram við að halda uppi jákvæðum samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila og upplýsa um jákvæð áhrif stafrænnar þróunar. Sjálfbærnistefnu Advania er skipt upp í þrjá megin kafla.

Eftirsóknarverður vinnustaður

Markmið Advania er að ráða, efla og halda í hæft starfsfólk. Advania sækist eftir starfsfólki sem býr yfir hagnýtri þekkingu eða reynslu, fólki sem sýnir frumkvæði, jákvæðni, fagmennsku, þjónustulund og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Til að stuðla að góðri vinnustaðamenningu er lögð áhersla á starfsánægju, gott starfsumhverfi, markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks. Er það okkar trú að góður vinnustaður hafi burði til að stuðla að vexti og arðsemi.

 

Jafnrétti og fjölbreytni

Advania stuðlar að jafnri stöðu starfsfólks innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum einstaklinga á öllum sviðum, óháð kyni, aldri eða uppruna. Advania hefur sett sér jafnréttisstefnu um að mismunun sé ekki liðin og að unnið verði markvisst að því að stuðla að jafnrétti á öllum sviðum starfseminnar. Advania vinnur eftir jafnlaunakerfi, hefur hlotið jafnlaunavottun og styðst við jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012.   

 
 

Umhverfismál

Advania vinnur að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum vegna starfseminnar. Kolefnisspor Advania er mælt með umhverfisstjórnunarkerfi frá Klöppum grænum lausnum. Við setjum okkur mælanleg markmið og einblínum á að minnka kolefnissporið m.a með aukinni áherslu á rafmagnsbíla, flokkun sorps, endurvinnslu og nýtingu á endurnýjanlegri orku. Við leggjum okkur fram við að upplýsa starfsmenn um stöðu umhverfismála í starfseminni. Advania heldur úti sérstöku Sjálfbærniráði, skipað starfsmönnum og stjórnendum, sem hefur þann tilganga að halda umræðunni gangandi og huga að umbótarverkefnum tengdum málaflokknum.

Við mælum kolefnispor Advania með EnviroMaster frá Klöppum grænum lausnum. Við einblínum á að minnka kolefnissporið m.a með aukinni áherslu á að auka nýtingu á endurnýjanlegri orku, flokkun sorps og endurvinnslu og nýtingu á búnaði. Við leggjum okkur fram við að upplýsa starfsmenn um stöðu umhverfismála í starfseminni. Kolefnissporið er mælt út frá alþjóðlegum stöðlum (m.a. GHG protocol) sem skiptir niður vistsporinu eftir uppruna losunar.

Umfang 1 er bein losun frá starfsemi, í tilfelli Advania er það eldsneytisnotkun bílaflotans.

Umfang 2 er óbein losun vegna starfsemi, í tilfelli Advania er það rafmagns- og vatnsnotkun í skrifstofuhúsnæðum.

Umfang 3 er svo önnur óbein losun, svo sem ferðalög starfsmanna, flugferðir innanlands, erlendis og leigubílaferðir. Árið 2019 er fyrsta árið þar sem við mælum kolefnisspor Advania með þessum hætti. 

 

Ábyrg stjórnun fjármála

Við teljum að með ábyrgri stjórnun fjármuna verði Advania lífvænlegra fyrirtæki til lengri tíma. Þannig sé hlúð að langtíma markmiðum fyrirtækisins og stuðlað að því að Advania geti áfram skapað störf og lagt sitt af mörkum til samfélagsins í formi skatta og auknu atvinnustigi.

Sjálfbær þjónusta

Þjónusta Advania uppfyllir kröfur um öryggi og persónuvernd. Advania stefnir á að vera leiðandi fyrirtæki í öryggi upplýsingakerfa. Það er mikilvægt fyrir starfsemina að gera réttar upplýsingar aðgengilegar fyrir rétta aðila með öryggum hætti og vernda þá stöðu að tæknileg framþróun auki en dragi ekki úr metnum öryggiskröfum. Við fylgjum lögum um persónuvernd og upplýsingaöryggi í okkar innra starfi og gagnvart viðskiptavinum. Advania hefur sett sér persónuverndarstefnu. Í persónuverndarstefnu Advania kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Markmið okkar er að starfsmenn, viðskiptavinir og einstaklingar séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsingar.

Sjálfbær tækni og stafræn þróun

Advania trúir að upplýsingatæknin sé hluti af lausninni og við hjálpum viðskiptavinum okkar við að innleiða tækni á sjálfbæran hátt. Þetta gerum við að hluta til með því að bjóða vörur með sífellt betri nýtingu orku og aðgerðum til að að auka líftíma búnaðar. Auk þess aðstoðum við viðskiptavini við að auka skilvirni og verða umhverfisvænni með snjallri beitingu tækninnar.

Samstarf

Advania veit að félagið breytir ekki miklu eitt og sér, til þess að Advania geti tæklað áskoranir tengdar sjálfbærni, er nauðsynlegt að auka samstarf í þessum málaflokki. Bæði við samstarfsaðila og samkeppnisaðila en einnig við viðskiptavini og stjórnvöld bæði hérlendis og erlendis. Advania samstæðan er til dæmis meðlimur í UN Global Compact og Responsible Business Alliance. Advania á Íslandi er einnig meðlimur í Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.

Ertu með spurningar?

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan