Sindri Snær Magnússon

Sindri Snær Magnússon

Hugbúnaðarsérfræðingur í Business Central

 

 

„Sveigjanlegur vinnutími, starfsstöð í Vestmannaeyjum, spennandi hugbúnaðarstarf og þar sem ég spila einnig knattspyrnu þá er þetta sniðið að mínum þörfum og er enn í dag“

Hæ Sindri! Hvernig hefur dagurinn þinn verið? 

Dagurinn byrjaði vel tók graut í morgun með tveimur samstarfsfélögum og „Flat White“ kaffi á Te og Kaffi til að koma mér í gírinn.
Planið í dag er að vinna í tengingu sjálfsafgreiðslukassa við Dynamics Nav sem er verið að setja upp og setja upp nýja EDI(Electronic Data Interchange) sem ég hef verið að vinna í upp á síðkastið.

Hvenær byrjaðir þú hjá Advania?

Ég byrjaði að vinna hjá Advania haustið 2016 og það vill svo skemmtilega til að ég bjó hálft ár í Reykjavík og hálft ár í Vestmannaeyjum. Það var því yndislegt að Advania var með starfstöð í næstu götu í Vestmannaeyjum sem ég nýtti mér í 4 ár og hef núna flutt í borgina alfarið aftur.

Nú ert þú hugbúnaðarsérfræðingur - hvað felst í starfinu þínu? 

Ég er forritari í Business Central og ég vinn við að aðstoða viðskiptavini í stafrænni þróun. Þá má nefna innleiðingu viðskiptavina í Business Central, vinna í uppfærslum á Dynamics Nav/BC og þróa sérlausnir.
Síðan eru allskonar sérþarfir sem við aðstoðum viðskiptavini með að setja upp eða finna lausnir á í sínu viðskiptakerfi.
Við hugbúnaðarsérfræðingar vinnum einnig mjög náið með ráðgjöfum í Business Central og þá eru samskipti okkar á milli mjög mikilvæg. Þar sem ráðgjafar eru í miklum samskiptum við okkar viðskiptavini.

Hvað leiddi þig til Advania?

Eftir að hafa klárað verkfræðinámið mitt í Háskólanum, sótti ég um starf hjá Advania og þegar ég ræddi við Advania kom eiginlega ekki neitt annað til greina en að samþykkja starfið. Sveigjanlegur vinnutími, starfsstöð í Vestmannaeyjum, spennandi hugbúnaðarstarf og þar sem ég spila einnig knattspyrnu þá er þetta sniðið að mínum þörfum og er enn í dag.

Hvernig myndir þú lýsa vinnustaðnum Advania?

Stór vinnustaður þar sem flóran af fólki er mjög skemmtileg. Vinnuaðstaðan er til fyrirmyndar og það er hugsað vel um starfsfólk. Þá má sérstaklega nefna starfsmannaaðstöðuna þar sem ég nota poolborðið reglulega, mötuneytið, líkamsræktina og ekki má gleyma kaffihúsinu. Það er ekki leiðinlegt að vera nánast í miðbænum og geta tekið rölt á barinn og fengið sér einn drykk eftir góða vinnuviku 🙂

Viltu slást í hópinn?


Eyrúndeilimynd.jpg
Sussi-01-01.jpg