með augum notenda
Við hjálpum þér að ná þínum markmiðum
Innan veflausna starfar öflugt teymi forritara sem þróað hafa ýmis öpp sem einfalda notendum lífið.
Cata vörulistaapp gerir sölumönnum á ferðinni kleift að tengjast birgðakerfum og afgreiða pantanir á staðnum.
Kvittanaapp gefur sölumönnum góða yfirsýn og einfaldar afhendingar til viðskiptavina til muna.
Við þróum lausnir fyrir bæði Android og iOS stýrikerfi og getum einnig leyst málin með skalanlegum vefjum fyrir snjalltæki henti það betur.
Til að tryggja sem besta upplifun notandans og þinn árangur setjumst við niður í upphafi og metum hvaða leið hentar best í hverju verkefni fyrir sig.
EINFÖLDUM MÁLIN
Aukið hagræði með notkun snjalltækja
Verkin tala
Nokkur dæmi um öpp frá veflausnum Advania
Kvittanaapp
Snjöll lausn fyrir lagerstarfsmenn og bílstjóra til að halda utan um afhendingar á vörum. Appið veitir góða yfirsýn yfir stöðu pantana, næstu afhendingar, sendir afhendingarseðla í tölvupósti og hjálpar til við að skipuleggja daginn.
Appið sparar tíma bæði fyrir þína starfsmenn og viðskiptavininn ásamt því að minnka pappírsnotkun.
Cata
Fyrir sölumanninn á ferðinni. Cata tengist þínu viðskiptakerfi og birtir upplýsingar um vörur á rauntíma.
Nánar um verkefni
Verkin tala
Nokkur dæmi um öpp í notkun hjá okkar viðskiptavinum
Afhendingar og kvittanir - Mjólkursamsalan
Advania og Mjólkursamsalan unnu saman að appi fyrir bílstjóra. Appið tengist viðskiptakerfi Mjólkursamsölunnar og skipuleggur ferðalag bílstjóra yfir daginn með því að flokka lista eftir hverfum og áfangastöðum.
Bílstjórar geta tekið myndir af þeim vörum sem afhentar eru til staðfestingar á ástandi og færast þær upplýsingar yfir á viðkomandi pöntun í viðskiptakerfinu. Þannig eykst skýrleiki í ferlinu og minni líkur eru á að upp komi álitamál síðar meir.
Móttaka og afhendingar á sendingum - TVG-Zimsen
TVG-Xpress appið gefur starfsmönnum góða yfirsýn yfir stöðu sendinga. Sendingar eru skannaðar þegar þær koma í vöruhús, við upphaf útkeyrslu og við afhendingu til viðskiptavina. Staða sendingar í tölvukerfi TVG uppfærist við hverja skönnun þannig að starfsmenn hafa skýra stöðu hverju sinni.
Svo ekki sé minnst á umhverfið - appið er pappírslaust!
Álestrarapp - RARIK
Appið er fyrir starfsmenn RARIK sem lesa af rafmagnsmælum hjá viðskiptavinum. Starfsmaður fær úthlutað lista af áfangastöðum þar sem lesa skal af mælum. Áfangastaðir eru birtir á korti.
Starfsmenn geta með einföldum hætti skráð stöðu og ástand mæla ásamt því að taka myndir sem vistast beint í gagnagrunn RARIK.
Skráning í framleiðsluferli - Norðurál
Appið var búið til í þeim tilgangi að auðvelda starfsmönnum í kerskálum að fylgjast með og skrá gögn um raflausnarfærslur í kerum Norðuráls. Aðgerðirnar eru annað hvort töppun eða helling.
Starfsmaður slær inn kóða kers, velur aðgerð og safnast þá færslur frá tilheyrandi skála saman í lista.
Hægt er að nota spjaldtölvur á svæðum þar sem ekki er nettenging en appið tengist þá miðlægum grunni Norðuráls þegar netsamband næst.
frír ráðgjafafundur