Business Central þjónustuleiðir

Base

Fyrir þá sem hafa góð tök á viðskiptakerfinu og ágæta tölvukunnáttu og eru að miklu leyti sjálfbjarga með flestar aðgerðir.

 

Aðgangur að þjónustuborði:
  - Símtöl á almennum opnunartíma
  - Viðbragðstíma þjónustuborðs er 4 klst


 Aðgangur að þjónustugátt með:
  - Kennsluefni
  - Stöðu þjónustuverka
  - Knowledge Base greinum

 

  - 1 þjónustuviðvik
  - 30% afsláttur af námskeiðum í Advania skólanum
  - Aðgangur að veffyrirlestrum

Standard

Fyrir þá sem þurfa reglulega aðstoð við notkun viðskiptakerfisins.

 

Aðgangur að þjónustuborði:
  - Símtöl á almennum opnunartíma
  - Viðbragðstími þjónustuborðs er 2 klst


 Aðgangur að þjónustugátt með
  - Kennsluefni
  - Stöðu þjónustuverka
  - Knowledge Base greinum

 

  - 3 þjónustuviðvik
  - 15% afsláttur af útseldri vinnu
  - 40% afsláttur af námskeiðum í Advania skólanum
  - 2 Frí námskeið á ári pr. fyrirtæki
  - Aðgangur að veffyrirlestrum

Hvað er þjónustuviðvik?

Þjónustuviðvik er heiti yfir þjónustbeiðni sem framkvæmd er af Advania fyrir viðskiptavini. Þetta á einungis við um þjónustu og minniháttar kennsl á kerfum, og felur ekki í sér þróun eða breytingar á kerfum. Hugbúnaðarvillur í sérkerfum Advania eða í lausnum þriðja aðila falla ekki undir þjónustuviðvik.
 

 

 

Þarftu sérsniðna þjónustu?


Advania býður stærri fyrirtækjum eða fyrirtækjum með flóknan rekstur upp á sérsniðna þjónustu sem hentar betur þeirra rekstri. Hafðu samband og söluráðgjafi fer yfir þá valkosti sem standa til boð.

Nánari útskýringar

Viðskiptavinur getur hringt inn á almennt þjónustuborð Advania á skilgreindum opnunartíma og lagt inn þjónustubeiðni sem síðan er send á þjónustuborð Business Central deildarinnar. Beiðnin fer þar í forgangsröðun út frá þjónustusamning viðkomandi viðskiptavinar og svarað innan skilgreinds viðbragðstíma.
Advania er reglulega með veffyrirlestra um ákveðin málefni sem viðskiptavinir geta skráð sig á. Eins eru þessir fyrirlestrar aðgengilegir eftir að þeir fara fram.
Með ákveðnum þjónustusamningsleiðum fylgir skilgreindur fjöldi frírra námskeiða á hverju ári. Um er að ræða frían aðgang að námskeiði fyrir einn starfsmann af auglýstum námskeiðum á vef Advania. Ekki er hægt að óska eftir sérstökum námskeiðum og nýta afsláttinn þar auk þess sem þetta gildir ekki um námskeið sem sett eru upp í afmörkuðum innleiðingum.

Viðbragðstími er mismunandi eftir þjónustuleiðum. Óski viðskiptavinur eftir styttri viðbragðstíma er eina leiðin að færa sig upp um þjónustuleið.

Skilgreindur viðbragðstími felur ekki í sér að vandamálið sé leyst á þeim tíma heldur eingöngu að viðskiptavinur fái svör frá Advania um að vinna sé hafin.

Afsláttur af útseldri vinnu er skilgreind prósenta af gjaldskrá Advania.

Ónýtt þjónustuviðvik er ekki hægt að taka með á milli mánaða og nýta þegar hentar. Þjónustuviðvik er hægt að nýta frá fyrsta hvers mánaðar til síðasta dags mánaðar.
Advania býður viðskiptavinum upp á að skrá sig inn á þjónustugátt þar sem hægt er að senda inn og fylgjast með stöðu sinna mála, reikninga og aðgengi að þekkingargrunni.
Í þjónustugátt er að finna þekkingargrunn þar sem hægt er að finna kennsluefni á sérlausnir Advania. Efnið er í bland ritað og í formi myndbanda.

Í þjónustugáttinni er hægt að stofna nýjar beiðnir sem rata inn á þjónustuborðið hjá Business Central deildinni. Þetta er ákjósanlegast og fljótlegasta leiðin til að koma málum inn á þjónustuborðið.

Eins er hugsanlega hægt að leysa vandamálið áður en það er sent inn á þjónustuborðið þar sem virk efnisleit á sér stað þegar lýsing á vandamálinu er skrifað í leitarformið. Formið stingur þannig upp á úrlausn málsins.

Í þekkingargrunni er að finna úrlausn mála sem upp hafa komið við notkun á Business Central sem og sérkerfum Advania. Viðskiptavinir geta nýtt sér þessar greinar til að leysa sjálfir úr sínum málum og sparað sér þannig að þurfa að greiða fyrir þjónustu Advania.
Hver þjónustuleið innifelur ákveðinn fjölda þjónustuviðvika sem hægt er að nýta í hverjum mánuði.
Afslættir af námskeiðum gilda yfir allt árið og eru ákveðin prósenta. Afslátturinn gildir af auglýstu verði námskeiða og er hægt að nýta án nokkurra takmarkana.

 

 

Hafðu samband við okkur varðandi Dynamics 365 Business Central

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn