Ef þú vilt halda forskoti í virku samkeppnisumhverfi er mikilvægt að þú þekkir þarfir viðskiptavina þinna. Hjá okkur færðu tól sem hjálpa þér að gera stjórnun viðskiptatengsla skilvirkari, treysta viðskiptasambönd og bæta sölu. 

Lausnirnar sem við bjóðum upp á eru fjölbreyttar en eiga það sammerkt að gera þér kleift að halda utan um og stýra samskiptum, verkefnum og tengslum við viðskiptamenn. Hægt er að laga lausnirnar að þörfum hvers og eins, allt eftir því hverskonar samskipti er um að ræða. 

Microsoft Dynamics 365 Customer Engagement

Microsoft Dynamics 365 Customer Engagement er þægilegt kerfi sem tryggir samræmda skráningu upplýsinga og auðveldar aðgengi að viðskiptasögu á borð við tilboð, pantanir, verkefni og skjöl.

Með miðlægri skráningu tengiliða nýtist kerfið við stjórnun markaðsherferða og söluaðgerða, auk þess sem það einfaldar árangursríka viðskiptatengslastjórnun.

2018PartneroftheYear.png

Kerfishlutar

  • Sala: Stjórnaðu söluferlinu allt frá fyrstu snertingu og hafðu umsjón með viðskiptasambandinu að frágengnum sölusamningi.
  • Markaðsaðgerðir: Keyrsla og vöktun markaðsaðgerða á ýmsum miðlum, s.s. pósti, tölvupósti, síma og á samfélagsmiðlum.
  • Þjónusta: Gerir þér kleift að stofna, úthluta og vakta beiðnir eða kvartanir viðskiptavina, með aðgangi að þjónustu- og samskiptasögu.
2019_Salesforce_Partner_Badge_Registered_RGB.png

Salesforce er verulega öflugt CRM kerfi sem er að öllu leyti í skýinu. 

Salesforce

Advania er samstarfsaðili Salesforce hér á landi og hefur byggt upp sterkan hóp ráðgjafa sem styðja við innleiðingu Salesforce-lausna, kennslu og ráðgjöf auk aðlögunar og samþættingar þeirra við önnur upplýsingakerfi þar sem slíkt er nauðsynlegt.

Á síðustu árum hefur Salesforce verulega aukið framboð sitt af skýjalausnum og býður í dag aðgang að ýmsum lausnum sem m.a. styðja við rekstur þjónustuborða og flesta þætti sölu- og markaðsmála. Sérstaklega ber þar að nefna markaðssetningu og samskipti gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook.

Ánægjumælingar með Happy or Not

Lausnin er einföld í uppsetningu, enn einfaldari í notkun og í lok hvers dags færðu auðskiljanlegar skýrslur sem skila ánægjumælingum dagsins. Mælingarnar eru brotnar niður á klukkutíma svo það er auðvelt að greina sveiflur í ánægjumælingum yfir daginn.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina okkar, en þeirra á meðal eru bankar, verslanir, tryggingafélög, olíufélög, flugstöðin og mörg önnur þjónustufyrirtæki.

Gestaskráning með Visita

Lausn fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja fylgjast með og hafa yfirlit yfir heimsóknir gesta. Markmið lausnarinnar er að auðvelda skráningu gesta og hafa eftirlit með hverjir eru í húsnæðinu á hverjum tíma. 

Visita er einföld og ódýr lausn fyrir gestamóttöku. Uppsetning tekur skamma stund og kerfið er hagkvæmt í reksti. Hægt er að nota lausnina til að skrá t.d. ökutæki inn og út af svæðum.

Advania3627_atvinnuaugl.jpg

Síma- og samskiptalausnir

Advania býður upp á viðamikið úrval lausna og þjónustu á sviði síma- og samskipta. Við eigum fjölbreyttar lausnir sem hjálpa þér að tryggja örugg samskipti og góða þjónustu.

Viltu vita meira
um stjórnun viðskiptatengsla?

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn