Microsoft Teams

Láttu ekkert stoppa þitt teymi í að vinna saman á öruggan og snjallan hátt. Microsoft Teams er hluti af Microsoft 365 og heldur utan um öll verkefni á einum stað. Frábær samvinna - hvaðan sem er. 

 

Öflug samvinna með Microsoft Teams

Microsoft Teams er öflugt samvinnu- og samskiptatól sem hjálpar við skipulag hópa og verkefna, heldur utan um fundarboð, dagatöl, skjölun og margt fleira.

Hægt er að hringja í aðra Teams notendur í gegnum öflugt mynd- og hljóðsímtalakerfi þess. Hægt er að tengja hin ýmsu forrit við Teams og eru möguleikarnir því endalausir.

Smáforrit í snjalltæki
Hægt er að sækja Microsoft Teams í iOS, Android og Windows Phone snjallsíma og snjalltæki. Þar er auðvelt að skoða miðlægar upplýsingar fyrir öll teymin og hringja tal- eða myndsímtöl.
Auðveldar samþættingar
Teams spilar vel með Microsoft lausnum auk ýmissa annarra lausna. Þannig sameinar Teams öll helstu forritin eins og Word, Excel, Powerpoint og fleiri á einn stað.

Ókeypis og á íslensku
Teams er aðgengilegt án kostnaðar fyrir alla notendur sem eru með tölvupóstfang og hefur verið þýtt á íslensku.

Innleiðing og kennsla
Advania er stoltur samstarfsaðili Microsoft á Íslandi og við bjóðum aðstoð við innleiðingu og kennslu á Microsoft Teams.

Ánægðir viðskiptavinir

 

Þetta kom sér til góða þegar að samkomubannið var sett á. Starfsfólk gat hnökralaust unnið heima. 
Sverrir Scheving Thorsteinsson
Forstöðumaður hjá Verði

 

Teams er bæði með góð hljóð- og myndgæði og við sjáum svo sannarlega fyrir að við munum halda áfram að nota þetta þegar fram líður. 
Erlingur Hjörleifsson
Kerfisstjóri hjá Strætó bs

 

 

Spjallaðu hvaðan sem er

Innbyggt í Teams er frábært spjall sem gerir þér kleift að senda skilaboð með myndum, viðhengjum og jafnvel GIF myndum.

 

Fundaðu hvaðan sem er

Myndbandspjall og fjarfundir á einum og sama staðnum. Allt frá tveimur upp í 10.000 geta hist og rætt málin. 

 

Samvinna hvaðan sem er

Á auðveldan hátt er hægt að deila skjölum, skoðunum og jafnvel því sem er að gerast á tölvuskjánum. 

Fáðu fría ráðgjöf

 

 

 

Náðu í Teams og sjáðu möguleikana

Teams er ókeypis og hægt er að ná í það á einfaldan hátt í gegnum heimasíðu Microsoft.