Stafræn ráðstefnulausn

Færðu þína ráðstefnu í netheima með einfaldri og notendavænni lausn.

 

Vandamál nútímans kalla á nútímalegar lausnir

Er heimsfaraldurinn að koma í veg fyrir að þú getir haldið viðburði eða ráðstefnur? Advania hefur þróað lausn til að halda stafræna viðburði, ráðstefnur og kynningar. Um er að ræða sjónrænan heim sem skapar sterka upplifun fyrir þátttakendur. Lausnin býður upp á gagnvirkni og margskonar möguleika til að streyma og miðla efni. 

Lausnin var þróuð fyrir Haustráðstefnu Advania og hefur meðal annars verið nýtt af Stafrænu Íslandi og Forsætisráðuneytinu.

 

 

Kunnuglegt viðmót

Viðmótið er aðgengilegt og notendavænt. Bein útsending er ávallt bara einum smelli frá notandanum og hægt er að horfa á upptökur af fyrirlestrum á sérstakri dagskrársíðu.

Einfalt aðgengi

Innskráning er einföld og þægileg. Gestir skrá sig, fá staðfestingarpóst og hafa strax sjálfkrafa aðgang að ráðstefnunni þegar hún hefst. 

Bein samskipti

Gestir hafa tækifæri til að spyrja spurninga á meðan fyrirlestrum stendur og eru þannig ekki bara að horfa á útsendingu - þeir eru hluti af ráðstefnunni.

Fundir og kosningar

Til er lausn fyrir aðalfundi sem gefur gestum m.a kost á að kjósa á meðan fundi stendur.

 

 

Fáðu fría ráðgjöf

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan