Til baka

Signet - virkjaðu rafrænar undirritanir á þínum vef

Rafrænar undirritanir spara notendum sporin og flýta afgreiðsluferli

01 - lausnir

Virkjaðu rafrænar undirritanir á þínum vef 

Með einföldum hætti má virkja rafrænu undirritunarlausnina Signet í vefumsjónarkerfinu LiSA. Það þýðir að vefir sem byggja á LiSA  geta boðið uppá að samningar, umboð eða eyðublöð séu undirrituð á rafrænan hátt. Lausnin uppfyllir ströngustu öryggiskröfur og er notuð af opinberum stofnunum og fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Rafrænar undirritanir spara notendum sporin og flýta afgreiðsluferli. 

Fyrsta skrefið er að gera samning við Signet og fá kóða til að nota við uppsetninguna. 

Veflausnir Advania setja upp vefform í LiSA, tengja við Signet og aðlaga formið að þínum rekstri. Þegar notandi vefsins hefur fyllt út formið verður í næsta skrefi til PDF skjal, tilbúið til undirritunar. Notandinn gefur þá upp símanúmer og skrifar undir með rafrænum skilríkjum.

Hægt er að tengja formin inn á vefi fyrirtækja og er því einföld og snertilaus lausn fyrir hvers kyns starfsemi.

 Ferlið fyrir notandann: 

  • Rafræn innskráning á Ísland.is eða með Íslykli 
  • Form er fyllt út og staðfest
  • PDF með gögnunum birtist og notandi les það yfir
  • Notandi velur að skrifa rafrænt undir eða hafna undirritun
    • Með því að skrifa undir í símanum þarf notandinn ekki að fara af vefnum yfir á Signet, heldur skrifar undir með einum smelli
  • Skjalið er undirritað
  • Ferli lokið
Signet1_1.png
Signet2_3.png