Markaðstorg

Markaðstorg Advania er nýstárleg lausn sem veitir yfirsýn yfir heildarkostnað skýjalausna sem þú notar. Markaðstorgið einfaldar umsýslu leyfa og gerir þér kleift að ráðstafa þeim til notenda.

Allar skýjalausnir á einum stað

Markaðstorgið færir þér aðgang að úrvali lausna frá fyrirtækjum á borð við Microsoft, Trend Micro og Advania. Þar finnur þú yfirlit ólíkra áskriftarleiða og getur gengið frá kaupum. 

Á Markaðstorginu færð yfirsýn og öflugt tól til að ráðstafa leyfum á notendur í þínu fyrirtæki. Það er einfalt mál að bæta við og fækka leyfum eftir þörfum.

Hafðu samband og skráðu þig á Markaðstorg Advania.

Margar lausnir - einn reikningur

Markaðstorgið einfaldar reikningshaldið. Þú færð bara einn reikning fyrir þeim þjónustueiningum sem þú notar og þú borgar bara fyrir það sem þú notar. Þú hefur ávallt skýrt yfirlit yfir kostnað og því þarf reikningurinn ekki lengur að koma þér á óvart. 

 

azure-white.jpg

Netþjónninn þinn - á örfáum mínútum

Microsoft Azure tölvuskýið býður þér upp sveigjanlega leið til að reka sérsniðið UT umhverfi í háþróuðu og öruggu tölvuskýi. Með Azure getur þú brugðist hratt við breyttum þörfum og skalað þjónustuna strax eftir eigin þörfum. 

Þegar þú notar Azure í gegnum Markaðstorg Advania greiðir þú bara fyrir það sem þú notar og þú hefur alltaf yfirsýn yfir kostnaðinn. Það er óþarfi að láta reikninginn koma sér á óvart. Með Markaðstorginu verður kostnaðurinn við rekstur UT umhverfis fyrirsjáanlegur. 

Engin fyrirframfjárfesting - einföld og skjótvirk sjálfsafgreiðsla - skalanlegt eftir þínum þörfum.

Hjá Advania starfa reynslumiklir sérfræðingar sem eru reiðubúnir að veita viðskiptavinum Markaðstorgsins ráðgjöf og aðstoð við uppbyggingu UT umhverfis. Við hjálpum þér að meta hvort og þá hvernig best er að innleiða skýjalausnir í tölvuumhverfið.

Hafðu samband hér að neðan til að sækja um aðgang að Markaðstorgi Advania. Sérfræðingar okkar munu hafa samband við þig við fyrsta tækifæri.

Skráðu þig á Markaðstorg Advania

Vinsamlega fyllið inn í reitina hér fyrir neðan

Rusl-vörn