Windows 11

Þegar tölvur skipa sífellt veigameira hlutverk í lífi okkar, þá er Windows 11 stýrikerfið hannað til að færa þig nær því sem skiptir þig máli. 

Endurhannað með framleiðni, sköpun og þægindi í huga

Windows 11 stýrikerfið er nútímalegt, ferskt, hreint og fallegt. Hönnunin er hugsuð til að auka framleiðni og hvetja til sköpunar. Start-takkinn er færður í miðjuna til þess að auðvelda aðgengi að því sem þú þarft að gera. Start nýtir skýið og Microsoft 365 til þess að sýna þér nýlega notuð skjöl óháð því hvar þú skoðaðir þau síðast, jafnvel þó það hafi verið á Android eða iOS-tækjum.

Hratt, öruggt og kunnulegt

 Windows 11 er byggt á stöðugum, samhæfðum og kunnuglegum Windows 10 grunni sem þú þekkir. Þú munt skipuleggja, undirbúa og dreifa Windows 11 alveg eins og þú gerir í dag með Windows 10. Að uppfæra í Windows 11 verður eins og uppfærsla á Windows 10, kunnuleg upplifun. Microsoft Endpoint Manager, cloud configuration, Windows Update for Business og Autopilot mun styðja við umhverfið þegar þú samþættir Windows 11 á þínum vinnustað.

Hraðari leið til þess að tengjast fólki sem þér þykir vænt um

Með Windows 11 verður spjall frá Teams samtvinnað við verkefnastikuna. Þá getur þú tengst þínum tengiliðum hratt með skilaboðum eða símtölum, hvar sem er, á hvaða tæki sem er, með Windows, Android eða iOS. 

Hraðari leið til þess að nálgast upplýsingar sem skipta þig máli

Windows 11 færir þér fréttir og upplýsingar með Widgets sem er ný persónuleg veita knúin gervigreind og Microsoft Edge. 

Windows 11 býður upp á geggjaða tölvuleikjaupplifun

Ef þú ert tölvuleikjaspilari, þá er Windows 11 stýrikerfið hannað fyrir þig. Það fullnýtir möguleika vélbúnaðarins og býður uppá nýjustu leikjatækni.  

Allt á sínum stað

Windows 11 kynnir Snap Layouts, Snap Groups og skjáborð sem öfluga leið til þess að vinna að mörgu í einu án þess að missa af neinu. 

Windows stýrikerfið hefur alltaf snúist um að hjálpa þér að vinna eins og þér hentar, með því að bjóða upp á að opna marga glugga og raða ólíkum forritum hlið við hlið.  

Taktu næsta skrefið

Sendu sérfræðingum okkar fyrirspurn eða bókaðu frían ráðgjafafund á tíma sem hentar þér
Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn

 

Microsoft lausnir hjá Advania

Advania býður bæði upp á samþætta heildarþjónustu sem og stakar lausnir úr vöruúrvali Microsoft. Við veitum sérfræðiþekkingu og stuðning við að kortleggja og meta núverandi umhverfi, búum til stefnu og hjálpum við innleiðingu.