Mannauðslausnir - H3 jafnlaunagreining vegna vottunar - VEFNÁMSKEIÐ

Tímasetning er eftir samkomulagi - ráðgjafi verður í sambandi til að finna hentugan tíma. Á þessu vefnámskeiði er fjallað um hvernig H3 er notað til að tengja saman launagögn, starfaflokkun og persónuviðmið vegna jafnlaunavottunar. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja ná heildarsýn yfir uppbyggingu launa í sinni skipulagsheild og vilja nýta sér kosti H3 í aðdraganda jafnlaunavottunar. Æskilegt er að þátttakendur séu komnir af stað í undirbúningi jafnlaunavottunar og hafi kynnt sér jafnlaunastaðalinn ÍST-85.

Dagsetning/tími:mánudagur 04. maí 13:00-15:00
Staðsetning:Vefnámskeið
Hámarksfjöldi þátttakenda:7
Skráningu lýkur:20:00 sunnudagur 03. maí
Verð:18.900 kr.m.vsk.
Námskeiðslýsing:Á námskeiðinu verður farið í uppsetningu á jafnlaunavottun í H3:

  • Starfaflokkun með stigagjöf
  • Starfaflokkun með röðun (paraður samanburður)
  • Persónuviðmið
  • Heildarstig / röðun starfsmanna með tilliti til launakjara þeirra, bæði í fyrirspurn og jafnlaunateningi
  • Framkvæmd jafnlaunakönnunar
ATHUGIÐ: Námskeiðið er hvorki kennsla í heildarferli jafnlaunavottunar né í úrvinnslu tölfræðilegra upplýsinga eða myndrænnar framsetningar á jafnlaunavottunar.
Skráningarfrestur er runninn út