Advania tekur við eða kaupir notaðan tölvubúnað og kemur honum í endurnýtingu eða sérhæfða endurvinnslu. Sjáðu hvernig við getum unnið saman að bættri umhverfisvernd með því að gefa notuðum búnaði nýtt líf.

Reynsla Verkís

Verkfræðistofan Verkís nýtir sér þjónustu Advania. Hér má heyra þeirra reynslu.

Gerum þetta saman

Viltu tryggja umhverfisvæna meðferð á gömlum tölvum sem þú notar ekki lengur? Advania tekur við notuðum tölvubúnaði og aukahlutum, óháð framleiðendum, og kemur í sérhæfða  endurvinnslu.

Samstarfsaðilar okkar sjá um um örugga eyðingu gagna og að búnaðurinn fari ýmist í endurnýtingu eða endurvinnslu. Við skil á notuðum búnaði fæst mögulega inneign hjá Advania sem ræðst af ástandi búnaðarins. Samstarfsaðilar Advania eru Foxway og GlobeCom. Fyrirtækin hafa sérhæft sig í endurnýtingu vélbúnaðar, öruggri eyðingu gagna og endurvinnslu.

Sjálfbærni fyrirtækja

Liður í sjálfbærnisvegferð fyrirtækja er að tryggja hámarksnýtingu búnaðar og umhverfisvæna förgun. Komdu endurvinnslu á tölvubúnaði í fasta ferla á þínum vinnustað og láttu Advania um málið.

Nýttu verðmætin í vélbúnaði

Þó tölvubúnaðurinn nýtist ekki lengur á þínum vinnustað gætu enn leynst verðmæti í honum. Komdu búnaðinum til Advania og þú getur mögulega fengð inneign í samræmi við ástand búnaðarins. Inneignina má til dæmis nýta í kaup á nýjum búnaði hjá Advania.

Hugsaðu um umhverfið

Með því að koma tölvubúnaði í endurvinnslu eða endurnýtingu eru minni líkur á að hann endi í landfyllingu eða sem skaðvaldur í náttúrunni.

Viltu koma notuðum búnaði til Advania?

Sendu okkur stutt skilaboð og við höfum samband um hæl.

 

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.