Hjá Advania starfar fjöldi sérfræðinga með mikla reynslu og þekkingu á einstökum lausnum og lausnaflokkum. Ráðgjafar okkar státa af ýmsum kerfisvottunum og sérþekkingu sem nýtist þér vel við leitina að bestu lausninni fyrir þig.

easyEQUALPAY

easyEQUALPAY er tól til að auðvelda fyrirtækjum að innleiða jafnlaunakerfi og standast þannig ný lög um jaflaunavottun.
Lausnin inniheldur drög að þeim skjölum sem skila þarf inn til að standast kröfur jafnlaunakerfis. Auk þess eru þarfleg eyðublöð og þægileg sniðmát sem auðvelda alla vinnslu.
Með lausninni fylgja 15 tímar í ráðgjöf frá Avanti-ráðgjöf til að aðlaga skjöl og klára innleiðingu á sem einfaldastan hátt.

Ráðgjöf um skýjaþjónustu

Cloud consulting

Hjá okkur starfar fjöldi fólks sem sérhæfir sig í ráðgjöf, innleiðingu og þjónustu við viðskiptavini sem nota skýjalausnir. 

Sérfræðingar okkar hafa gríðarlega reynslu af innleiðingu skýjalausna og hafa meðal annars leitt þúsundir notenda inn í Office 365 skýjaþjónustuna. Hjá okkur færðu faglega ráðgjöf um skýjalausnir og nýtingu þeirra. 

Pantaðu ráðgjöf sem hentar þér best:

  • Kennsla á Office 365 lausnir
  • Bestun og stýring auðkenninga (e. identity management)
  • Stýring snjalltækja (e. mobile device management)
  • Högun skýjaumhverfa (e. cloud architecture)
  • Innleiðingar -og aðlögunarráðgjöf (e. adoption consulting)
  • Öryggisráðgjöf (e. security consulting)
  • Framleiðni (e. productivity consulting)

Microsoft ráðgjöf

Hvort sem um er að ræða ráðgjöf varðandi rekstur og uppsetningu sértækra Microsoft-lausna eða aðstoð varðandi kaup á hugbúnaðarleyfum hvetjum við fyrirtæki til að velja sér traustan og öflugan samstarfsaðila. 

Hjá Advania starfa yfir 100 sérfræðingar sem hlotið hafa Microsoft-vottanir og hafa þekkingu á notendahugbúnaði, viðskiptakerfum, skýjalausnum, miðlægum kerfum og gagnagrunnum.

Öryggisráðgjöf

Öryggisráðgjafar okkar hjálpa þér að greina helstu hættur og ógnir sem steðja að upplýsingainnviðum þínum. 

Hjá okkur getur þú fengið alla þá öryggisráðgjöf sem þú þarft, s.s. heildarúttektir á öryggismálum eða innleiðingar á kerfum og ferlum. Við hjálpum þér að finna bestu lausnirnar sem henta þér.

Hvernig getum við ráðlagt þér?

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan