Advania leitar eftir lausnamiðuðum einstaklingi til starfa í innkaupum og á lager.
Starfið er mjög fjölbreytt. Það býður upp á margvísleg skemmtileg verkefni og gríðarlega gott tækifæri til að læra nýja hluti. Til dæmis samskipti við birgja, gerð og bókun innkaupapantana, tollskýrslugerð, móttaka vara inn á lager, tínsla á vörum í pantanir og margt fleira. Starfið felur í sér nána samvinnu við sölu- og fjármálasvið fyrirtækisins.
Þú þarft ekki að vera reynslubolti, en við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er fljótur að læra og tileinka sér nýja hluti og hefur brennandi áhuga á að veita góða þjónustu.
Helstu verkefni:
- Gerð og bókun innkaupapantana
- Flutnings- og tollamál
- Samskipti við birgja og samstarfsaðila
- Almenn lagerstörf og tiltekt á vörum
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Góð tölvukunnátta
- Reynsla af notkun Navision er kostur
- Reynsla af vörustýringu og erlendum birgjasamskiptum er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Vinnustaðurinn Advania
Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.
Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.
Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.
Ferli ráðninga
- Tekið á móti umsóknum til 22. janúar 2025
- Yfirferð umsókna
- Boðað í fyrstu viðtöl
- Boðað í seinni viðtöl
- Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
- Öflun umsagna / meðmæla
- Ákvörðun um ráðningu
- Öllum umsóknum svarað
Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Hanna María Þorgeirsdóttir, hanna.maria.thorgeirsdottir@advania.is / 4409000.
Advania leitar að metnaðarfullum og öflugum einstaklingum sem langar að forrita og vinna í Microsoft Dynamics Business Central (NAV) og LS Retail.
Í boði er eitt mest spennandi starfsumhverfi á Íslandi, með skemmtilegum hópi fólks sem í dag er að þjónusta viðskiptavini á Íslandi sem og á norðurlöndum og í Bretlandi. Við leitum að einstaklingum með brennandi áhuga fyrir umbreytingum fyrirtækja sem og að taka þátt í að móta nýja skýja- og viðskiptalausna vegferð. Við lofum á móti frábæru vinnuumhverfi hjá fyrirtæki sem er að vaxa hratt og leggur metnað sinn í að þjónusta viðskiptavini sína framúrskarandi vel.
Við þurfum að bæta við okkar öfluga og skemmtilega hóp og leitum þess vegna að fólki sem hefur sömu ástríðu og við. Ef þú hefur reynslu á þessum sviðum, þá viljum við endilega heyra í þér, sama hvar þú býrð eða hvaða kröfur þú gerir til blandaðs vinnuumhverfis. Við tökum tillit til þinna þarfa.
Almennar hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunar- eða hugbúnaðarverkfræði
- Góðir skipulagseiginleikar, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni, þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum
Þekking og reynsla
- Með reynslu af hugbúnaðarþróun í Dynamics NAV/BC mikill kostur
- Þekking á Microsoft umhverfi: Visual Studio Code, SQL, GIT, .NET og Powershell er mikill kostur
- Góð tækniþekking og geta til að setja sig inn í ný kerfi
Vinnustaðurinn Advania
Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.
Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.
Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.
Ferli ráðninga
- Tekið á móti umsóknum til 22. janúar 2025
- Yfirferð umsókna
- Boðað í fyrstu viðtöl
- Boðað í seinni viðtöl
- Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
- Öflun umsagna / meðmæla
- Ákvörðun um ráðningu
- Öllum umsóknum svarað
Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Hugi Freyr Einarsson, forstöðumaður Business Central, hugi.freyr.einarsson@advania.is / 440 9000
Við viljum bæta við okkur metnaðarfullum og þjónustuliprum einstaklingum til að sinna sérfræðiráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina í Business Central. Jafnframt koma ráðgjafar að innleiðingar- og uppfærsluverkefnum.
Við bjóðum upp á vinnuaðstöðu eins og hún gerist best, áhugaverð verkefni og frábæran vinnuanda. Endilega sendu okkur umsókn ef þú telur að við eigum samleið.
Starfið gæti hentað þér ef þú:
- Hefur háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði eða lokið námi sem viðurkenndur bókari
- Ert skipulögð/lagður, sýnir frumkvæði og ert sjálfstæð/ur í vinnubrögðum
- Ert jákvæð/ur, býrð yfir þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Hefur reynslu og góða þekkingu á fjárhagskerfum, þá sér í lagi Business Central / Dynamics NAV
Að auki er kostur ef þú:
- Hefur reynslu af sambærilegu starfi
- Hefur góða tækniþekkingu og getu til að setja þig inn í ný kerfi
Aðrar upplýsingar
Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og afþreyingaraðstöðu - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.
Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.
Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.
Ferli ráðninga
- Tekið á móti umsóknum til 22. janúar 2025
- Yfirferð umsókna
- Boðað í fyrstu viðtöl
- Boðað í seinni viðtöl
- Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
- Öflun umsagna / meðmæla
- Ákvörðun um ráðningu
- Öllum umsóknum svarað
Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Hugi Freyr Einarsson, forstöðumaður Business Central, hugi.freyr.einarsson@advania.is / 440 9000
Við leitum að metnaðarfullum og öflugum einstakling til að leiða Business Central þróunarteymi Advania.
Advania er búið að vera í fararbroddi í skýjavæðingu viðskiptakerfa á Íslandi með yfir 300 viðskiptavini í Business Central SaaS. Við erum með háleit markmið fyrir hönd okkar viðskiptavina, ekki bara að bjóða frábærar viðbætur við Business Central heldur einnig að nýta sér alla kosti sem Business Central hefur upp á að bjóða. Advania er með yfir 40 vörur fyrir Business Central aðgengilegar inn á AppSource, markaðstorgi Microsoft.
Við leitum að leiðtoga með okkur í að taka næstu skref í þessari vegferð, leiða þróun, fylgja nýjustu stefnum og straumum og búa til framúrskarandi vörur og þjónustu. Deildarstjóri ber einnig ábyrgð á framþróun starfsmanna og byggja upp og viðhalda sterku og metnaðarfullu teymi.
Starfssvið
Hlutverk deildarstjóra er að leiða hóp sérfræðinga við þróun Business Central lausna, þróa og viðhalda lausnir Advania og séraðlaganir viðskiptavina. Deildarstjóri ber einnig ábyrgð á þróun viðskiptasambanda og almennum rekstri deildarinnar.
Advania leitar að drífandi og framsæknum leiðtoga með brennandi áhuga fyrir því að sjá fólk vaxa og að skapa öflug teymi sem stuðla að framúrskarandi upplifun fyrir viðskiptavini viðskiptalausna.
Hæfnikröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunar- eða hugbúnaðarverkfræði
- Þekking og reynsla af Business Central/NAV
- Reynsla af hugbúnaðargerð
- Þekking á Power Platform kostur
- Yfirburða tækniþekking
- Áhugi á að takast á við nýjar áskoranir
- Metnaður og áhugi á að gera vel
- Þekking á AppSource og SaaS er kostur
- Þekking á Business Central og NAV gagnaflutningum og gagnauppfærslum er kostur
Vinnustaðurinn Advania
Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.
Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.
Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.
Ferli ráðninga
- Tekið á móti umsóknum til 22. janúar 2025
- Yfirferð umsókna
- Boðað í fyrstu viðtöl
- Boðað í seinni viðtöl
- Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
- Öflun umsagna / meðmæla
- Ákvörðun um ráðningu
- Öllum umsóknum svarað
Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Hugi Freyr Einarsson, forstöðumaður Business Central, hugi.freyr.einarsson@advania.is / 440 9000
Advania leitar að sérfræðingi í rekstri netkerfa gagnavera með reynslu af rekstri stórra netkerfa. Starfið felst í því að sinna rekstri og umbótaverkefnum í hýsingarumhverfi Advania sem spannar öll helstu gagnaver Íslands ásamt erlendum tengistöðum. Umhverfið er hluti af mikilvægustu innviðum Íslands og þjóna mörg af þeim umhverfum sem okkur er treyst fyrir öryggi og lífum einstaklinga.
Í hópnum starfa 14 sérfræðingar með mismunandi tæknilegar áherslur. Deildin sinnir meðal annars rekstri netkerfa gagnavera Advania, svo sem MPLS kerfi Advania, útlandagáttum, DDoS árásarvörnum og öðrum öryggislausnum ásamt því að sinna greiningu og úrlausn ýmissa vandamála.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur netkerfa
- Svara og sinna rekstrarfrávikum
- Hagræðingar á eldri umhverfum
- Sjálfvirknivæðing og stöðlun núverandi ferla
- Einfalda vinnuflæði og stytta afgreiðslutíma
Menntunar- og hæfniskröfur
- CCNA / CCNP eða sambærilegar gráður
- Reynsla af sambærilegu starfi
- Linux þekking er kostur
- Þekking á forritun kostur
- Góð enskukunnátta skilyrði
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Framúrskarandi þjónustulund og geta til að vinna undir álagi
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum
Vinnustaðurinn Advania
Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.
Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.
Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.
Ráðið er í starfið þegar að réttur einstaklingur finnst og er því ekki um eiginlegan umsóknarfrest að ræða
Ferli ráðninga
- Tekið á móti umsóknum
- Yfirferð umsókna
- Boðað í fyrstu viðtöl
- Boðað í seinni viðtöl
- Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
- Öflun umsagna / meðmæla
- Ákvörðun um ráðningu
- Öllum umsóknum svarað
Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Helgi Haraldsson, deildarstjóri innviða, olafur.helgi.haraldsson@advania.is, 440 9000.
Hefur þú bakgrunn í viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði? Hefurðu unnið með viðskipta- eða fjárhagskerfi eða önnur upplýsingakerfi? Ertu talnaglögg/ur/t eða hefur reynslu af tölfræði? Hefur þú kannski reynslu af verkefna- eða vörustýringu?
Upplýsingatæknigeirinn er í stöðugri þróun og þar eru fjölmörg atvinnutækifæri fyrir fólk af öllum kynjum. Við hjá Advania viljum auka fjölbreytni í stéttinni og leiðrétta kynjahallann sem ríkt hefur hingað til. Það skiptir nefninlega máli að fjölbreyttur hópur fólks móti framtíðina í stafrænum heimi.
Konur eru eftirsóttir starfskraftar í upplýsingatæknigeiranum og harðnandi samkeppni milli vinnustaða er um þær reynslumestu.
Störf í upplýsingatækni bjóða uppá sveigjanleika þar sem hægt er að sinna þeim hvaðan sem er. Einnig er vinnutíminn sveigjanlegur og hægt að aðlaga hann að þörfum hvers og eins.
Hjá upplýsingatæknifyrirtækjum eru miklir möguleikar til að vaxa í starfi, sérhæfa sig og afla góðra tekna.
Upplýsingatæknigeirinn er alls ekki bara mannaður af forriturum og tölvunarfræðingum. Fjölmörg verk þarf að inna af hendi og þá kemur til dæmis viðskiptafræði, verkfræði, stærðfræði, verkefnastjórnun og önnur fjölbreytt reynsla og þekking að góðum notum.
Ef þú ert opin fyrir nýjum tækifærum hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.
Advania býður uppá öfluga nýliðafræðslu, mentor-prógram og endurmenntun til að styðja þig og brúa bilið úr þínum reynsluheimi yfir í upplýsingatæknigeirann.
Sendu okkur opna umsókn, við viljum endilega heyra frá þér!
Ferli ráðninga
Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Einungis starfsmenn mannauðssviðs hafa aðgang að almennum umsóknum.
Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.
Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, atvinna@advania.is
Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á kerfisstjórnun, netrekstri eða upplýsingatækni almennt. Ef þú ert mjög tæknisinnaður einstaklingur, búinn með nám í kerfisstjórnun, netrekstri eða jafnvel með vottaða tækniþekkingu þá hvetjum við þig til að sækja um!
Menntunar- og hæfniskröfur
Þegar kemur að kerfis- og netrekstri leitum við fyrst og fremst að einstaklingum með brennandi áhuga á upplýsingatækni, kerfisstjórnun og/eða netrekstri. Kostur er ef viðkomandi hefur lokið námi eða námskeiðum á þessu sviði og enn fremur ef viðkomandi er með vottaða þekkingu.
Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!
Ferli ráðninga
Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um kerfis- og netrekstur hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.
Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.
Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á forritun og hugbúnaðarþróun. Ef þú ert með bakgrunn í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða góða færni í forritun og vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá hvetjum við þig til að sækja um!
Menntunar- og hæfniskröfur
Þegar kemur að hugbúnaðarþróun leitum við að einstaklingum með háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, stærðfræði eða öðrum tengdum greinum.
Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!
Ferli ráðninga
Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um hugbúnaðarþróun hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.
Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.
Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, atvinna@advania.is