Nýttu gervigreind á öruggan hátt til að ná árangri

Advania Eya

Spunagreindarlausn Advania sem talar ensku og íslensku og gerir þér kleift að nýta gögnin þín á öruggan og hagnýtan hátt. Aukin skilvirkni án þess að stefna gögnum í hættu.

Spjöllum saman

Náðu samkeppnisforskoti með snjallri notkun gagna

OpenAI/ChatGPT
Eya nýtir nýjustu líkön útgefnu líkön GPT frá openAI, þannig eins og ChatGPT skilur Advania Eya íslensku og öll þau tungumál sem eru í því líkani.
Gervigreind fyrir alla
Opnaðu á aðgang gervigreindar fyrir allt fyrirtækið.
Stjórn á gögnum
Öll gögn eru geymd í þínu eigin Azure umhverfi. Þú ákveður hvaða gögn eru aðgengileg og fyrir hvern.
Straumlínulöguð innleiðing
Advania Eya fer í loftið á örfáum dögum. Við miðum við 2–3 vikna ferli með tilraunahópi, þjálfun og uppsetningu.
Samþættingar
Notaðu Advania Eya til að tala við gögnin þín, tengdu hana við þín vinnusvæðu og fáðu innæi inn í þau skjöl sem skila þér virði.
Tölfræði yfirlit
Með Advania Eya fylgir mælaborð sem hægt er að fylgjast með notkun og árangri
Styður við starfsfólk

Frábær vinnufélagi

Advania Eya er meira en bara tækni – hún er frábær vinnufélagi sem styður starfsfólk við að ná markmiðum sínum hraðar og með minni fyrirhöfn. Hún getur meðal annars hjálpað við greinarskrif, við gerð vörulýsinga, að lesa yfir skjöl og til að bregðast hratt við fyrirspurnum viðskiptavina.

láttu gervigreind vinna með gögnin þín

Öryggi gagna er forgangsatriði

Advania Eya leggur sérstaka áherslu á að vernda inntak samtala og öll viðkvæm gögn sem notendur setja í lausnina. Upplýsingar eru dulkóðaðar og ströng öryggisstefna Advania tryggir að allar upplýsingar séu öruggar og meðhöndlaðar með fullum trúnaði. Þessar upplýsingar eru eingöngu aðgengilegar innan viðkomandi umhverfis og er ekki deilt eða sendar út fyrir þeirra veggi.

Flókin tækni gerð auðskiljanleg

Einfalt spjallviðmót

Einn af helstu kostum Advania Eya er einfalt spjallviðmót sem gerir notkunina auðvelda fyrir allt starfsfólk. Þannig má nálgast þekkingu á þægilegan hátt og finna lausnir á flóknum vandamálum hratt og örugglega.

Einfaldara aðgengi fyrir allt starfsfólk

Þekking gerð aðgengilegri

Eya opnar dyr að heimi þar sem þekking er alltaf innan seilingar. Hún skapar miðlægan vettvang þar sem nýtt og reynt starfsfólk getur auðveldlega leitað eftir svörum hvar og hvenær sem er. Þetta getur stuðlað að varðveislu þekkingar og dregið úr hættu á að hún tapist.

Spjöllum saman
Mældu árangur og komdu auga á ný tækifæri

Yfirlit yfir notkun

Viltu fylgjast með árangri spunagreindar innan fyrirtækisins? Með Power BI skýrslum getur þú fengið ítarlegt yfirlit yfir notkun sem einfaldar fyrirtækjum að mæla árangur og koma auga á umbótarverkefni.

Spjöllum saman
Í samstarfi við OpenAi

GPT-4o

Advania Eya byggir á GPT-4o líkaninu frá OpenAI sem er búið að sanna sig sem framúrskarandi spunagreindarlausn. GPT-4o er hannað til að skilja flóknar fyrirspurnir, greina samhengi og búa til svar sem er bæði ítarlegt og nákvæmt. Með stöðugum uppfærslum getur þessi lausn aðlagast breytilegum þörfum notenda og veitt þeim upplýsingar eða svör sem eru skilmerkileg og áreiðanleg.

Spjöllum saman
Advania EYA heldur þræðinum í samtölum

Skilningur

Advania Eya skilur flóknar spurningar og getur bæði svarað þeim og haldið þræði þegar spurningu er fylgt eftir með annarri. Svörin eru svo uppfærð eftir því sem samtalið þróast og ný gögn berast.

Góð yfirsýn með microsoft

Samþætting við Azure

Í Azure er hægt að hafa umsjón með forritum, byggja upp og stýra rekstri þjónusta milli mismunandi skýjaþjónusta.

Viltu hefja þína vegferð?

Advania býður leiðsögn og stuðning, bæði við mótun stefnu til lengri tíma eða til að bæta gervigreind við nýjar sem núverandi lausnir.

Ekki hika við að senda okkur línu og fá ráðgjöf frá mörgum af færustu sérfræðingum landsins í gervigreind og öllu sem henni tengist.

Spjöllum saman

Persónuvernd

Vinnsla persónuupplýsinga í Advania Eya uppfyllir öll viðeigandi ákvæði persónuverndarlaga.

Þjónustan er hönnuð með friðhelgi notenda í huga. Þetta þýðir að svör Advania Eya byggja eingöngu á þeim upplýsingum sem þú miðlar inn í Advania Eya.

Upplýsingar sem hlaðið er upp eru dulkóðaðar og geymdar á öruggan hátt til að koma í veg fyrir óviðkomandi aðgang. Beiðnir í gegnum eya eru unnar í Bretlandi en gögnin sem eru send inn í mállíkanið (LLM) fara ekki út fyrir Evrópu.

Gervigreind eins og eya vinnur skjölin þín sjálfvirkt án mannlegrar íhlutunar nema annað sé sérstaklega tekið fram í þjónustuskilmálum eða persónuverndarstefnu.

Ef þú hefur spurningar um öryggi skjala sem unnið er með í Advania Eya, þá er alltaf best að hafa samband beint við okkur hjá Advania til að fá skýringar áður en viðkvæmu efni er hlaðið upp.

Hafa samband

Helstu spurningar og leiðbeiningar

Advania Eya notar líkön sem eru aðgengileg inná Azure skýjaþjónustunni, þegar ChatGPT gefur út nýtt líkan getur það tekið nokkurn tíma fyrir það að vera aðgengilegt í Azure en er alltaf uppfært við fyrsta tækifæri.

Copilot er tól sem er innbyggt í Microsoft forrit eins og Excel, Word og Outlook, hannað til að auka framleiðni inn í Microsoft umhverfinu. Advania Eya er sérhönnuð gervigreindar lausn sem lifir í þínu Azure umhverfi, það gefur þér fulla stjórn á kerfinu og þeim gögnum sem Eya hefur aðgang að. Báðar lausnir hafa sér samtals viðmót eins og ChatGPT, en aðal munurinn er á þeim gögnum sem eru aðgengileg. Copilot hefur aðgang að öllu því sem þú hefur aðgang að í Microsoft skýjinu á meðan þú stýrir því hvað er aðgengilegt í Eyu. Eya er ekki bundin við Microsoft heldur getur talað við þau kerfum sem bjóða uppá tengingu.

Þótt við stefnum alltaf á nákvæmni og fagleika þá gætu svör sem búin eru til með aðstoð gervigreindar innihaldið villur, ónákvæmar eða úreldar upplýsingar. Notendur ættu því að beita gagnrýnni hugsun og sannreyna upplýsingar áður en gripið er til aðgerða, sérstaklega ef um viðkvæmar upplýsingar er að ræða. Þetta á við um allar gervigreindarlausnir og einskorðast ekki við notkun á Eyu.

Eya getur tengst hvaða kerfi sem er svo lengi sem kerfið bíður uppá tengingu. Eins og er þá er Eya með tilbúnar tengingar við SharePoint og Confluence.

Á döfinni í heimi gervigreindar

Fréttir
10.09.2025
Þórður Ingi Guðmundsson hefur tekið að sér stöðu forstöðumanns Gervigreindarseturs  Advania og Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur gengið til liðs við Advania sem netöryggis- og gagnaþróunarstjóri. Þessi tvö stefnumarkandi svið munu tilheyra nýstofnaðri Skrifstofu stefnumótunar, sem heyrir beint undir forstjóra.
Fréttir
05.09.2025
Haustráðstefna Advania fór fram dagana 3. og 4. september. Fyrri ráðstefnudagurinn var vefdagskrá í beinni útsendingu sem opin var öllum. Seinni daginn fór aðaldagskráin fram í Hörpu en uppselt var á viðburðinn og færri komust að en vildu.
Fréttir
25.08.2025
Haustráðstefna Advania fer fram 3. og 4. september. Fyrri ráðstefnudagurinn er á vefnum en seinni daginn fyllum við Silfurberg í Hörpu þar sem tuttugu fyrirlesarar stíga á svið.
spjöllum saman

Eigum við að ræða þína möguleika?

Sendu okkur línu og við höfum samband um hæl.