Advania Modern Network

Advania Modern Network tengir saman leiðandi búnað frá Juniper Mist og gervigreind til þess að hjálpa þér að hagræða í rekstri netkerfa, tryggja áreiðanleika og auka öryggi, á sama tíma og þú hámarkar gæði netsambands og bætir upplifun notenda.

Spjöllum saman
bylting í rekstri netkerfa

Framtíðin er komin

Lækkaðu kostnað
Betri nýting búnaðar og sjálfvirkar bilanagreiningar tryggja meiri upptíma með skilvirkari netlausnum.
Bættu upplifun notenda
Komdu í veg fyrir vandamál áður en þau valda truflunum hjá notendum. Með hjálp gervigreindar getur Advania Modern Network greint og leyst úr hnökrum sem hámarkar gæði netsambands og þannig bætir upplifun notenda.
Lágmarkaðu truflun
Innleiddu Advania Modern Network hratt og örugglega með hjálp sérfræðinga Advania, ásamt fullum stuðningi Juniper Mist.
Láttu netkerfið aðlagast þínum þörfum
Með hjálp gervigreindar greinir Advania Modern Network notkun á hverju svæði og bestar stillingar þráðlausra aðgangspunkta. Þannig færðu ekki einungis leiðandi lausn við uppsetningu heldur verður hún enn betri því meira sem hún er notuð.

Leiðandi þjónusta

Advania Modern Network er leiðandi þjónusta á sviði netrekstrar sem byggir á tækni Juniper Mist. Auk þess að skapa hagræðingu í rekstri þá sameinar lausnin gervigreind, skýja- og sjálfvirknitækni til að auka sýnileika, áreiðanleika og sveigjanleika netkerfa.

Spjöllum saman

Með hjálp gervigreindar

Með því að nota gervigreind fylgist lausnin stöðugt með upplifun notenda og greinir netgögn. Þannig leysir hún vandamál með fyrirbyggjandi hætti áður en þau hafa áhrif á notendur. Þetta þýðir færri nettruflanir, hraðari bilanagreiningar og ánægðari notendur.

Í góðum félagsskap

Juniper Networks - Gartner sigurvegari 2024

Fjögur ár í röð hefur Juniper Networks hlotið viðurkenningu Gartner Magic Quadrant for Enterprise Wired and Wireless LAN Infrastructure. Lausnin fékk hæstu stig fyrir bæði framkvæmd og sýn.

Spjöllum saman

Gerum þetta saman

Hvort sem þú ert að leitast við að uppfæra núverandi netkerfi eða að byggja upp nýtt kerfi frá gunni, þá býður Advania Modern Network upp á tækni og sérfræðiþekkingu sem auðveldar þér að ná markmiðum þínum.

Advania er traustur samstarfsaðili sem hjálpar þér að bæta upplifun notenda á netkerfinu og lækka rekstrarkostnað netkerfis.

Spjöllum saman

Fréttir og fróðleikur

NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.