Láttu okkur um upplýsingatæknina
Stór og smá fyrirtæki þurfa ekki lengur að eyða dýrmætum tíma í rekstur á upplýsingatækni. Með því að útvista upplýsingatæknimálum til Advania geta sérfræðingar okkar vaktað upplýsingakerfi, notendabúnað, ástand innviða og sinnt öllu sem við kemur tæknimálum.
Starfsfólk fyrirtækjanna fær aðgang að öflugum tölvubúnaði og allir hafa aðgang að notendaþjónustu sérfræðinga Advania sem greiða hratt úr öllu sem upp gæti komið.
Rekstur upplýsingatæknimála verður skalanlegur í takt við þarfir fyrirtækisins.
Það sem þarf að hafa í huga
Umbreyting
Framtíðin er stafræn. Fyrirtæki sem huga ekki að því að eiga í hættu á að verða undir. Taktu fyrsta skrefið í átt að samkeppnisforskoti.
Undirstöður
Vertu viðbúin í dag því sem gæti gerst á morgun. Traustur grunnur er undirstaða stafrænnar vegferðar. Vertu búin undir áskoranir framtíðarinnar.
Umhverfið
Aukin sveigjanleiki í starfsumhverfi nútímans býður upp á ný tækifæri en krefst þess einnig að þú sért viðbúin nýjum áskorunum.
Hafðu samband við okkur
Meiri tími fyrir það sem skiptir mestu máli
Við trúum því að fyrirtæki þrífist best þegar þau einbeita sér að sinni kjarnastarfsemi. Þú átt ekki að þurfa að uppfæra tölvur, tryggja stöðugt internetsamband, sjá um afritun og geymslu gagna. Þar komum við inn. Meginmarkmið okkar er að skapa þér meiri tíma til að sinna því sem þú kannt best.
Er grunnurinn í lagi?
Öryggi og áreiðanleiki er grunnurinn sem að þarf að vera í lagi til að takast á við áskoranir og skalanleika í samræmi við stafræna umbreytingu. Advania er þinn aðili til að tryggja góðan grunn til framtíðar.
Hýsing á Innviðum
Hjá okkur færðu lausnir sem tryggja hýsingu gagna, og reglubundna og örugga afritun af öllum gögnum og kerfum, ásamt öflugri vöktun, aðstoð og ráðgjöf.
Rekstrarþjónustur
Rekstur upplýsingatæknimála verður skalanlegur í takt við þarfir fyrirtækisins. Með því að fela Advania að sjá um upplýsingatækni má draga verulega úr kostnaði, til dæmis við endurnýjun á tölvu- og tæknibúnaði og við óvæntar uppákomur..
Internet
Örugg og góð internet tenging er algjört lykilatriði í rekstri flestra fyrirtækja og við tryggjum að starfsfólkið þitt sé ávallt í góðu sambandi.
Öryggislausnir
Vertu í öruggum höndum. Advania býður upp á allar gerðir öryggislausna. Sérfræðingar okkar aðstoða vinnustaði við að fara yfir öryggismál þeirra.
Til að ná árangri er í mörg horn að líta
Sérfræðingar Advania aðstoða þig í að þróast í átt að auknu samkeppnisforskoti með faglegri ráðgjöf og þjónustu. Hjá okkur getur þú verið með tæknilegan ráðgjafa í áskrift sem er lykiltengiliður þinn við okkur. Tæknistjórinn er tæknilega sterkur aðili sem leiðir framþróun tækniumhverfis hjá þínu fyrirtæki í samráði við sérfræðinga innan Advania.
Tölum saman
Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.