Vegna aukinna verkefna leitar Advania að metnaðarfullum einstaklingum til að starfa við hugbúnaðarþróun og ráðgjöf sem felur í sér að vinna með skýjalausnir Microsoft t.d. M365, Azure, PowerPlatform, SharePoint, Teams.
Viðkomandi mun starfa í öflugu teymi sérfræðinga sem sinna forritun, ráðgjöf, hönnun og þróun sérlausna, útfærslu sjálfvirkra ferla o.fl. auk þess að aðstoða viðskiptavini við að leysa vandamál með tækni.
Starfslýsing
Um er að ræða fjölbreytt starf sem snýr að ráðgjöf til viðskiptavina um notkun og útfærslu lausna í O365 og styðja viðskiptavini fyrirtækisins í því að nýta tækni til þess að ná árangri. Auk þess felur starfið í sér þróun lausna fyrir viðskiptavini, þróun og nýsmíði á lausnum sem fyrirtækið býður upp á, útbúa snjallar lausnir með PowerApps, Power Automate og Power Virtual Agent. Hverjum finnst ekki gaman að gera spjallmenni?
- Dæmi um verkefni:
- Ráðgjöf
- Aðstoð við innleiðingu
- Ýmis greiningarvinna
- Flutningur á gögnum
- Forritun
- Aðstoð við notendur
- O.fl.
Teymið
Hópurinn samanstendur af sérfræðingum í O365, SharePoint, Teams, PowerPlatform, Azure o.fl. og vinnur jafnframt með öðrum hópum innan fyrirtækisins í stærri verkefnum. Meðal verkefna eru sérfræðiráðgjöf, forritun, rekstur og innleiðingar á skýjalausnum, útfærslu sérlausna o.fl. Við setjum viðskiptavini okkar í fyrsta sætið og hjálpum þeim að ná samkeppnisforskoti á sínum sviðum. Við leitum að aðilum sem hafa mikla þjónustulund, hugsa í lausnum og eru reiðubúnir að leggjast á árarnar með okkur.
Í teyminu leggjum við áherslu á að starfsmenn fái tækifæri og stuðning til þess að afla sér frekari þekkingar í tengslum við starfið og áhugasvið t.d. með úthlutun tíma til að læra nýja hluti, taka Microsoft gráður o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af eftirfarandi:
- .NET, C#, Javascript, HTML, CSS, PowerShell
- Office 365, SharePoint, Teams
- Reynsla ef útfærslu og samþættingu við vefþjónustur
- Frumkvæði
- Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
- Lausnamiðuð hugsun og jákvæðni
- Rík þjónustulund
Það telst kostur ef viðkomandi býr einnig yfir reynslu í eftirfarandi en ekki skilyrði:
- SPFx, ReactJS, Azure, PowerPlatform
- Reynsla af Agile og SCRUM hugmyndafræði
- Azure DevOps
- CI/CD, Azure Pipeline
- Reynsla af skjala- og/eða gæðamálum
Vinnustaðurinn Advania
Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.
Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.
Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.
Ferli ráðninga
- Tekið á móti umsóknum
- Yfirferð umsókna
- Boðað í fyrstu viðtöl
- Boðað í seinni viðtöl
- Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
- Öflun umsagna / meðmæla
- Ákvörðun um ráðningu
- Öllum umsóknum svarað
Starfsfólk mannauðssviðs ásamt hópstjóra, deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir mannauðssvið Advania, atvinna@advania.is/ 440 9000