Miðlægar lausnir

Ráðgjafar Advania á sviði miðlægra lausna hjálpa til við að byggja öruggan grunn undir tölvukerfi. Þeir hafa mikla reynslu af ráðgjöf um netþjóna, gagnastæður, netbúnað og afritunarlausnir.

Spjöllum saman
Við eigum lausnina fyrir þig
Hvort sem ætlunin er að keyra umhverfið alfarið á staðnum (On-Premise), að hluta til í skýinu eða hjá þjónustuaðila (hybrid), þá eigum við lausnina fyrir þig.
Netþjónar
Gagnageymslur
Converged og HyperConverged lausnir
Netbúnaður

Netþjónar

Advania býður fjölbreytt úrval öflugra netþjóna frá heimsþekktum framleiðendum.

Lykilbirgi Advania á þessu sviði er Dell EMC en jafnframt bjóðum við lausnir frá HP, Lenovo, SuperMicro og Huawei.

Netþjónar eru sérpantaðir til landsins af sérfræðingum okkar. Hægt er að sjá hluta af vöruúrvali okkar inn á vefverslun Advania.

Rekkaþjónar

Rekkaþjónar (e. rack servers) eru hugsaðir fyrir aðstæður þar koma þarf mörgum þjónum fyrir. Þeim er raðað í skápa og taka þannig minna pláss. Þetta er sérstaklega sveigjanleg lausn þar sem auðvelt er að bæta við þjónum eftir hentisemi.

Turnþjónar

Turnþjónar (e. tower server) eru hannaðir til að standa einir og sér. Þeir henta sérstaklega inn í vinnurými þar sem þeir eru meðfærilegir og hljóðlátir.

Blaðþjónar

Blaðþjónum (e. blade servers) er raðað saman í svo til gerða hýsingu sem gefur þeim straum og stýringu. Um leið og uppsetningin er sérstaklega einföld, gefur þetta möguleika á að koma mörgum þjónum fyrir á litlu svæði og um leið sparast orka.

AMD Netþjónar

Netþjónar með AMD örgjörvum

Gagnaversþjónar

Netþjónar sem henta vel fyrir sérvinnslur og stærri uppsetningar í gagnaverum.

Gagnastæður

Við bjóðum fjölbreyttar lausnir þegar kemur að hýsingu gagna fyrir tölvukerfi og vinnum með stærstu framleiðendum heims að því að tryggja íslenskum fyrirtækjum úrvals lausnir fyrir hýsingu gagna.

Lausnirnar okkar eru hraðvirkar og stuðla að tryggum og öruggum rekstri tölvukerfa þinna. Lykilbirgi Advania á þessu sviði er Dell EMC en jafnframt bjóðum við lausnir frá HP, IBM og Huawei.

Spjöllum saman

Dell EMC PowerVault LTO afritunarkerfi

Vandaðar og öflugar afritunarstövar sem byggja á LTO-7 og LTO-8 tækni.  Tengjast við umhverfi með SAS, FC eða ISCSI tækni.

Dell EMC PowerVault diskahillur

PowerVault diskahillur sem notaðar eru til að bæta diskaplássum við netþjóna og tengdar eru við SAS stýringar.

Dell EMC PowerVault ME series SAN

Hagkvæm en öflug gagnageymslulausn sem hentar vel fyrir block data keyrslur yfir SAS, ISCSI og FC tengingar. Styður allt að 480 SAS HDD eða SSD diska og býður góða samþættingu við lausnir byggðar á VMWARE, Microsoft o.fl. Sérlega einföld í uppsetningu, umsýslun í HTML5 viðmóti. Styður Auto tiering og SSD CACHE. Leyfi með stæðu eru frame based. Styður CloudIQ vefumsýslu og samþættingu.

Dell EMC Unity XT SAN gagnageymslur

Öflug og sérlega fjölhæf gagnageymslulausn sem hentar vel fyrir block, file og vVOL  keyrslur yfir FC eða ISCSI eða NAS tengingar. Styður allt að 1500 SAS HDD eða SSD diska og býður góða samþættingu við lausnir byggðar á VMWARE, Microsoft o.fl.  Sérlega einföld í uppsetningu, umsýslun í HTML5 viðmóti. Fæst bæði sem All-Flash laus þar sem allir diskar eru SSD eða sem Hybrid lausn sem styður Auto Tiering milli SSD og hefðbundinna diska. Styður bæði Auto tiering og SSD CACHE.  Stæðurnar eru NVMe ready fyrir þá sem þurfa sérlega mikil afköst. Unity XT býður jafnframt frábæra umsýslueiginleika ásamt vandaðri samþættingu við helstu kerfi og umsýslulausnir þeirra. Styður CloudIQ vefumsýslu og samþættingu. Leyfi með stæðu eru frame based.

Dell EMC PowerStore SAN gagnageymslur

PowerStore series gagnageymslur sameina í einni vöru nýjustu tækni og hönnun hvort sem snýr að vélbúnaði eða hugbúnaði.  Stæðurnar byggja á Optane og NVMe tækni og styðja bæði block og file data þjónustur.  Sérlega vel skalanlegar, bæði lóðrétt með fjölgun diska en jafnframt má blanda allt að fjórum stæðum saman í samvirkan cluster sem nýtir gervigreind til að besta hraða og virkni.  Stýrikerfi PowerStore er Container based sem einfaldar mjög alla framþróun og nýjungar.

Dell EMC PowerScale NAS gagnageymslur

PowerScale er Network Attached Storage (NAS) lausn Dell EMC og er sem slík sú skalanlegasta og sveigjanlegast sem fæst á markaðnum í dag. Dell EMC hefur um árabil verið leiðandi á þessum markaði og byggir lausnin því á traustum grunni ásamt því að fylgja áfram framþróun slíkra lausna.  Auðveld í uppsetningu, rekstri og skölun og hentar undir bæði smærri og stærri gagnasöfn notenda sem gera miklar kröfur og virkni, öryggi og sveigjanleika. Sérstaða lausnar fellst í One FS stýrikerfinu en með því má mynda gífurlega stór of skilvirk gagnasvæði í kerfi sem skalast í fjölda nóða yfir tíma. CloudIQ stuðningur ásamt DataIQ data analitycs auka svo enn á notagildi lausnar.

Dell EMC PowerProtect DD afritunargagnageymslur

PowerProtect eru markaðsleiðandi gagnageymslur ætlaðar undir afrit viðskiptavina.  Stæðurnar nýta sérlega öfluga Deduplication og þjöppunartækni til að samþjappa afritum að jafnaði 65x sinnum til að nýta pláss á sem hagkvæmastan hátt.  Víðtækur stuðningur er við afritunarlausnir og tengimöguleika við bæði ský, búnað á staðnum og einnig eldri kerfi og tækni. Hentar smærri sem stærri aðilum sem vilja örugga lausn undir afritunargögn.  Stæðurnar bjóða stuðning við Cloud tiering gagna og lausnir sem snúa að vörnum gegn innbrotum og gagnagíslatöku sem styður enn frekar við öryggi og virkni afritunar- og öryggisferla fyrirtækja. Styður CloudIQ vefumsýslu og samþættingu.

Við erum í góðu samstarfi

OKKUR ÞÆTTI GAMAN AÐ HEYRA FRÁ ÞÉR

Hafðu samband við okkur

Converged og HyperConverged

Framleiðendur bjóða í auknum mæli kerfi sem byggja á því að sameina netþjóna, gagnageymslur og netvirkni í lausnum sem er hannaðar, framleiddar og studdar af einum aðila. Converged og HyperConverged lausnir bjóða notendum einfalt og skilvirkt umsýslu- og rekstrarumhverfi.

Lykilatriði í þessum kerfum er einfaldleiki og öryggi, en jafnframt hröð og hagkvæm innleiðing þeirra í rekstri tæknikerfa. Advania er umboðs- og þjónustuaðili fyrir leiðandi aðila á þessum markaði og getum við boðið viðskiptavinum okkar lausnir frá aðilum eins og VCE, Dell EMC, Nutanix og Simplivity.

Spjöllum saman

Netbúnaður

Sérfræðingar Advania hafa áralanga reynslu af uppsetningu og rekstri netkerfa hjá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Hjá okkur færð þú aðgang að hópi fagmanna sem er þér innan handar þegar kemur að ráðgjöf um val á búnaði, uppsetningu og öruggum rekstri.

Við erum vottaður samstarfsaðili Cisco og vinnum með öðrum leiðandi aðilum á þessum markaði. Innan okkar raða eru á annan tug sérfræðinga sem vinna að ráðgjöf og þjónustu við net- og aðgengislausnir viðskiptavina okkar.

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.