Blogg - 26.6.2025 10:27:12

Gervigreindin tekur yfir í fjarfundarbúnaði

Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Yealink MeetingBoard hefur verið mjög vinsælt á síðustu árum, enda frábært að geta bara hent upp einum skjá á vegginn og þá er komin fullkomin fjarfundalausn, teiknitafla og snertiskjár. Nú er komin út næsta kynslóð af þessum vinsælu græjum eða MeetingBoard Pro. Þessi nýja lína býður upp á ýmsar endurbætur frá fyrri útgáfu, sem gerir hana að fullkomnum búnaði fyrir nútíma fundarherbergi. Með nýjustu AI-tækni og háþróuðum myndavélakerfum, tryggir þessi lína að allir þátttakendur séu alltaf í fókus og að í þeim heyrist skýrt.

Helstu nýjungar í MeetingBoard Pro:

  1. Þrefalt myndavélakerfi: Nýja útgáfan er búin þremur 50MP myndavélum sem tryggja skýra mynd frá öllum sjónarhornum
  2. AI-tækni: Með IntelliFocus AI tækni er hægt að einblína á fjóra virka ræðumenn á sama tíma, á meðan yfirlit yfir herbergið er viðhaldið
  3. Betri hljóðgæði: 16 MEMS hljóðnemar og stereo hátalarar tryggja framúrskarandi hljóðgæði með fullri tvíhliða hljóðupptöku
  4. Fleiri stærðir: Nú er hægt að fá MeetingBoard Pro í þremur stærðum: 65”, 75” og 86”

MeetingBoard Pro er hannað til að mæta þörfum nútíma fundarherbergja með því að sameina skjá, snertivirkni og einfaldleika í uppsetningu í einni einingu. Þetta gerir hana að fullkomnum búnaði fyrir bæði lítil og stór fundarherbergi, opin rými eða bara hvar sem er. Það er hægt að velja um að veggfesta eða hafa á hjólum. Síðan er hægt að bæta við myndavélum og hljóðnemum eftir þörfum.

Nýjar vörur með gervigreind

Yealink hefur einnig kynnt nýja vörulínu með gervigreind sem inniheldur meðal annars eftirfarandi vörur en þær munu detta inn á næstu vikum.

Yealink MTower 360 cam & mic á borð með MTR.

Mtower 360 gráðu myndvél og hljóðnemi sem fer á fundarborði, vinnur vel með t.d MVC S40 og fleiri kerfum. Kerfið skiptir sjálfkrafa á milli myndavéla eftir því í hvaða átt þú horfir þegar þú talar á fundinum. 6 metra 360 gráðu drægni á hljóðnema.

Yealink MTower 360 cam & mic á borð með MTR.
404
404

MCore 4  sem er nýjasta útgáfan af Mcore tölvunni sem er notuð í MTRoW. Helstu nýjungar er að hún er Ai/Copilot ready og er með HDMI in til þess að deila skjá í hærri upplausn.

Yealink MSpeakerPro hátalari

Væntanlegt !
Nýjasti hátalarinn frá Yealink me 4 innbygðum hátölurum og allt a 95dB styrk. Styður PoE/PoE+ og uppsetningar yfir IP falleg hönnun, tær og öflugur hljómur.

Yealink MSpeakerPro hátalari

Tryggðu þér eintök úr fyrstu sendingu

Það er stanslaus þróun á vörum frá Yealink og fleiri nýjungar væntanlegar en við eigum von á MeetingBoard pro og fleiri vörum í takmörkuðu magni í lok júlí en þú getur nú þegar forpantað vörurnar hjá okkur og tryggt þér eintak með að hafa samband eða panta í gegnum vefverslun.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.