Á okkar ábyrgð
Því fylgir ábyrgð að vera leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni og við hjá Advania tökum því hlutverki alvarlega. Við viljum fara fram með góðu fordæmi og stuðla að heilbrigðu viðskiptasiðferði.
Því fylgir ábyrgð að vera leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni og við hjá Advania tökum því hlutverki alvarlega. Við viljum fara fram með góðu fordæmi og stuðla að heilbrigðu viðskiptasiðferði.
Þar sem Advania er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni er mikilvægt að við vinnum að aukinni sjálfbærni, bættum árangri, auknum gæðum þjónustu og lengri líftíma búnaðar. Advania einsetur sér að fylgja gildandi lögum eða öðrum bindandi kröfum sem gerðar eru í samfélaginu til ofangreindra þátta. Við leggjum okkur fram við að halda uppi jákvæðum samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila og upplýsa um jákvæð áhrif stafrænnar þróunar.
Advania er annt um að skapa góða vinnustaðamenningu sem styður við aukna starfsánægju, gott starfsumhverfi og fjölbreytt tækifæri fyrir fólkið okkar að vaxa í starfi. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað. Við mælum starfsánægju reglulega og leggjum okkur fram að bjóða upp á fyrsta flokks vinnuaðstöðu.
Advania stuðlar að jafnri stöðu starfsfólks innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum einstaklinga á öllum sviðum, óháð kyni, aldri eða uppruna. Advania hefur sett sér jafnréttisstefnu um að mismunun sé ekki liðin og að unnið verði markvisst að því að stuðla að jafnrétti á öllum sviðum starfseminnar. Advania vinnur eftir jafnlaunakerfi, hefur hlotið jafnlaunavottun og styðst við jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012. Við trúum því að fjölbreytt teymi stuðli að betri ákvörðunartöku og vinnum því markvisst að því að auka fjölbreytileikann í starfshópnum okkar.
Starfsfólk Advania er þjálfað í viðskiptasiðferði og að taka eftir og vinna gegn spillingu. Advania hefur innleitt siðareglur starfsfólks (Code of Conduct), stefnu gegn spillingu og peningaþvætti. Advania hefur gefið út leiðbeiningar um hvert starfsfólk geta leitað ef þá grunar að misferli viðgangist innan fyrirtækisins. Til viðbótar hefur Advania einnig samið við uppljóstrunarþjónustu sem sérhæfir sig í að taka á móti ábendingum um misferli, tryggir nafnleysi uppljóstrara og að kemur ábendingum í rétt ferli.
Advania vinnur að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum vegna starfseminnar. Advania hefur mælt kolefnisspor frá starfseminni síðan árið 2019. Kolefnissporið er mælt út frá alþjóðlegum stöðlum (m.a. GHG protocol). Við setjum okkur mælanleg markmið og einblínum á að minnka kolefnissporið m.a með aukinni áherslu á rafmagnsbíla, flokkun sorps, endurvinnslu og endurnýjanlega orku. Við leggjum okkur fram við að upplýsa starfsmenn um stöðu umhverfismála í starfseminni.
Við teljum að með ábyrgri stjórnun fjármuna verði Advania lífvænlegra fyrirtæki til lengri tíma. Þannig sé hlúð að langtíma markmiðum fyrirtækisins og stuðlað að því að Advania geti áfram skapað störf og lagt sitt af mörkum til samfélagsins í formi skatta og auknu atvinnustigi.
Advania stefnir á að vera leiðandi fyrirtæki í öryggi upplýsingakerfa. Öryggismál í tæknilegu umhverfi verða sí mikilvægari. Advania er annt um að tæknileg framþróun aukist en að ekki sé þó dregið úr metnum öryggiskröfum. Við fylgjum lögum um persónuvernd og upplýsingaöryggi í okkar innra starfi og gagnvart viðskiptavinum. Advania hefur sett sér persónuverndarstefnu. Markmið okkar er að starfsmenn, viðskiptavinir og einstaklingar séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsingar.
Talið er að stafræn þróun geti dregið úr 30% af þeirri losun sem þarf fyrir 2030. Advania trúir að upplýsingatæknin sé hluti af lausninni og við viljum að viðskiptavinir okkar nýti tæknina til þess að flýta fyrir þeirra sjálfbærnivegferð. Við aðstoðum viðskiptavini við að auka skilvirni og styðja við breytta notendahegðun með snjallri beitingu tækninnar. Sem dæmi má nefna innleiðingu á rafrænum reikningum, fjarfundabúnaði eða að halda ráðstefnur með rafrænum hætti.
Helsti snertiflötur Advania við hringrásarhagkerfið er ábyrgðin sem fylgir því að vera endursöluaðili á tölvubúnaði. Rafrusl er sá úrgangsflokkur sem er að vaxa hraðast. Á hverju ári fellur til notaður tölvubúnaður sem lokið hefur hefbundum notkunartíma. Slíkur búnaður er þó oft nothæfur í önnur verkefni og í honum geta jafnvel legið verðmæti. Mikilvægt er að nýta búnað vel, koma með búnað í viðgerð eða skila honum í ferli til endurnýtingar eða endurvinnslu. Allt þetta er hægt að gera hjá Advania.
Til þess að við getum tæklað áskoranir tengdar sjálfbærni, er nauðsynlegt að auka samstarf í þessum málaflokki. Bæði við samstarfsaðila og samkeppnisaðila en einnig við viðskiptavini og stjórnvöld bæði hérlendis og erlendis. Advania er meðlimur í UN Global Compact, Responsible Business Alliance og Festu miðstöð um samfélagsábyrgð. Advania hefur skrifað undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar og Jafnvægisvog FKA.
Árið 2019 varð Advania samstæðan hluti af Responsible Business Alliance til þess að geta betur rýnt og lagt mat á aðfangakeðju fyrirtækisins. Advania sendir inn upplýsingar um framgang og okkar stærstu birgja til RBA árlega og við metum frammistöðu þeirra í gegnum RBA. Allir meðlimir RBA eru beðnir um að samþykkja siðareglur RBA til þess að minnka áhættu á mannréttindabrotum, umhverfisglæpum og spillingu.
Árið 2021 uppfærði Advania siðareglur birgja og við biðjum birgja okkar að staðfesta að þeir starfi eftir okkar siðareglum.
Advania hefur gefið út sjálfbærniskýrslu árlega síðan árið 2019. Skýrslan er COP skýrsla (e. Communication on Progress). Að gefa út upplýsingar um framgang í sjálfbærnimálum er eitt af skilyrðum sem ætlast er til af meðlimum UN Global Compact. Skýrslan útskýrir hvernig okkur miðar í sjálfbærni og hvaða vinnu við höfum ráðist í til þess að gera betur.
Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar um samfélagslega ábyrgð eða sjálfbærnistefnu Advania.