06.11.2024

Advania verður þátttakandi í UN Global Compact á Íslandi

Advania hefur skrifað undir að gerast þátttakandi í Global Compact Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Global Compact er sáttmáli Sameinuðu þjóðanna og atvinnulífs um ábyrga starfshætti og stærsta sjálfbærniframtak heims, þar sem fyrirtæki og stofnanir eru hvött til góðra verka í þágu samfélagsins með sjálfbærni að leiðarljósi.

Með þátttöku í UN Global Compact skuldbinda fyrirtæki sig til að aðlaga rekstur og starfsemi sína að tíu grundvallarmarkmiðum sáttmálans á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála, umhverfis og góðum stjórnarháttum og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þannig eru fyrirtæki ekki aðeins að halda uppi grunnskyldum sínum gagnvart fólki og umhverfi, heldur einnig skapa verðmæti fyrir samfélagið og atvinnulífið auk þess að leggja grunn að árangri til lengri tíma.

Advania þekkir vel til starfsemi UN Global Compact, en Advania samstæðan hefur verið þátttakandi síðan árið 2019 og skilar inn skýrslu um framgang (Communication on Progress) til samtakanna árlega. Advania hefur nýtt sér fræðslutækifæri innan UN Global Compact með þátttöku í viðburðum og námskeiðum til að auka þekkingu og færni starfsfólks í loftslagsaðgerðum (Climate Ambition Accelerator) og samspil viðskipta og mannréttinda (Business and Human Rights Accelerator).

Hlutverk UN Global Compact er að styðja við og hvetja fyrirtæki á sinni vegferð í ábyrgum rekstri og sjálfbærni með því að veita aðgang að þekkingu og tengslaneti á heimsvísu. Starfsemi samtakanna á Íslandi er að stuðla að markvissri samvinnu samtakanna við íslenskt atvinnulíf og hraða þannig þróun í sjálfbærni.

„Við erum stolt af því að gerast þátttakandi að UN Global Compact og halda áfram að vinna með sjálfbærni að leiðarljósi. Advania á Íslandi hefur skuldbundið sig til þess að haga rekstri fyrirtækisins þannig að hin tíu grundvallarmarkmið UN Global Compact verði samtvinnuð stefnu okkar, menningu og daglegri starfsemi,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

„Við bjóðum Advania á Íslandi velkomið í hóp íslenskra fyrirtækja í UN Global Compact. Það er mikill styrkur fyrir samtökin á Íslandi að fá svo öflugt fyrirtæki til liðs við sig. Advania þekkir vel til starfsemi UN Global Compact og veit hvernig samtökin geta stutt við íslenskt atvinnulíf í að hraða árangri í sjálfbærni. Advania hefur náð eftirtektarverðum árangri á sviði sjálfbærni á síðustu árum og er því mikil fyrirmynd og hvatning til annarra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Auður Hrefna Guðmundsdóttir, svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi.

Um 25 þúsund fyrirtæki á heimsvísu eru þátttakendur í UN Global Compact og fer starfsemi samtakanna fram í 167 löndum.

Fleiri fréttir

Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Blogg
11.04.2025
Hvað ef fleiri upplýsingatækniverkefni næðu betri árangri – einfaldlega með því að byrja á fólkinu? Ekki bara á kerfunum, ekki á tólunum – heldur á fólkinu sem á að nota þau, lifa með þeim og leiða breytingarnar sem þau eiga að styðja.
Blogg
11.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.