Fréttir - 28.5.2025 16:10:14

Advania hlaut Sjálfbærniásinn í flokki upplýsingatæknifyrirtækja

Advania hlaut í dag Sjálfbærniásinn 2025 í flokki upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi. Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania tók við viðurkenningunni ásamt Þóru Rut Jónsdóttur forstöðumanns sjálfbærni og umbóta hjá Advania.

Sjálfbærniásinn er samræmdur mælikvarði sem mælir viðhorf íslenskra neytenda til frammistöðu fyrirtækja og stofnana í sjálfbærnimálum og gerir samanburð á stöðu og þróun á mörkuðum.

„Þetta er mjög mikil viðurkenning á því frábæra starfi sem hefur verið unnið innan Advania hingað til en ekki síður hvatning fyrir okkur til að halda áfram á þessari mikilvægu vegferð,“ sagði Hildur þegar hún tók við Sjálfbærniásnum.

„Sjálfbærni er mjög stór þáttur í stefnu Advania, ekki bara hér á Íslandi heldur um alla Evrópu. Það er mikilvægt fyrir okkur að stuðla að sjálfbærni í okkar rekstri en ekki síður að styðja við okkar viðskiptavini á þeirra sjálfbærnivegferð.“

Viðurkenningarhátíðin fór fram í Elliðaárstöð fyrr í dag en það eru Prósent, Langbrók og Stjórnvísi standa að Sjálfbærniásnum. Alls hlutu 15 fyrirtæki viðurkenningu að þessu sinni.

Þetta er í annað skiptið sem Sjálfbærniásinn er veittur. Markmiðið er að veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum.

Mælikvarðinn mælir fjóra þætti sem The World Economic Forum telja að muni leiða heiminn á sjálfbærari stað: plánetan (e.planet), hagsæld (e.prosperity), fólk (e.people) og stjórnarhættir (e.governance):

Mælingarnar ná til helstu markaða á Íslandi: Opinberra fyrirtækja, banka, raforkusala, tryggingafélaga, fjarskiptafyrirtækja, matvöruverslana, byggingavöruverslana,  fyrirtækja á erlendum mörkuðum, sjávarútvegs, framleiðslufyrirtækja, álframleiðenda, flugfélaga og flutningaþjónustu.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.