Fréttir - 28.5.2025 16:10:14

Advania hlaut Sjálfbærniásinn í flokki upplýsingatæknifyrirtækja

Advania hlaut í dag Sjálfbærniásinn 2025 í flokki upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi. Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania tók við viðurkenningunni ásamt Þóru Rut Jónsdóttur forstöðumanns sjálfbærni og umbóta hjá Advania.

Sjálfbærniásinn er samræmdur mælikvarði sem mælir viðhorf íslenskra neytenda til frammistöðu fyrirtækja og stofnana í sjálfbærnimálum og gerir samanburð á stöðu og þróun á mörkuðum.

„Þetta er mjög mikil viðurkenning á því frábæra starfi sem hefur verið unnið innan Advania hingað til en ekki síður hvatning fyrir okkur til að halda áfram á þessari mikilvægu vegferð,“ sagði Hildur þegar hún tók við Sjálfbærniásnum.

„Sjálfbærni er mjög stór þáttur í stefnu Advania, ekki bara hér á Íslandi heldur um alla Evrópu. Það er mikilvægt fyrir okkur að stuðla að sjálfbærni í okkar rekstri en ekki síður að styðja við okkar viðskiptavini á þeirra sjálfbærnivegferð.“

Viðurkenningarhátíðin fór fram í Elliðaárstöð fyrr í dag en það eru Prósent, Langbrók og Stjórnvísi standa að Sjálfbærniásnum. Alls hlutu 15 fyrirtæki viðurkenningu að þessu sinni.

Þetta er í annað skiptið sem Sjálfbærniásinn er veittur. Markmiðið er að veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum.

Mælikvarðinn mælir fjóra þætti sem The World Economic Forum telja að muni leiða heiminn á sjálfbærari stað: plánetan (e.planet), hagsæld (e.prosperity), fólk (e.people) og stjórnarhættir (e.governance):

Mælingarnar ná til helstu markaða á Íslandi: Opinberra fyrirtækja, banka, raforkusala, tryggingafélaga, fjarskiptafyrirtækja, matvöruverslana, byggingavöruverslana,  fyrirtækja á erlendum mörkuðum, sjávarútvegs, framleiðslufyrirtækja, álframleiðenda, flugfélaga og flutningaþjónustu.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.