Fréttir - 31.10.2025 07:00:00

Svona var Öryggisoktóber hjá Advania í ár

Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania

Við hófum Öryggisoktóber á morgunverðarfundinum Öryggi í takt við tímann. Hundruð gesta fylgdust með viðburðinum í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni 10, starfsstöð okkar á Akureyri og á netinu.

Gagnagíslatökur, fyrirmælasvik, netveiðar, DDoS árásir, þekktir veikleikar og öryggi einstakra kerfa. Hvar misstir þú þráðinn? Á þessum fundi fórum við aftur í kjarnann, hvað skiptir máli og hvernig fyrirtæki geta nálgast öryggismál á raunhæfan hátt.

Við heyrðum frá sérfræðingum stórra fyrirtækja auk Advania, sem deildu reynslu og aðferðarfræði til að greina aðalatriðin frá aukaatriðum. Stafrænt öryggi er lífsnauðsynlegt fyrir langflest fyrirtæki, en það þýðir ekki að það þurfi að umbreyta allri starfsemi til að ná árangri.

Á veffundinum Frá áskorun til árangurs fóru Hafsteinn Guðmundsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Advania og Hildur Sif Haraldsdóttir yfirlögfræðingur Advania yfir nýtt regluverk frá ESB – NIS2 og DORA.

Nýja regluverkið setur auknar kröfur um netöryggi, ábyrgð stjórnenda og viðbúnað hjá aðilum sem falla undir löggjöfina. Á fundinum deildu þau reynslu af innleiðingu innan Advania, skoðuðu helstu áskoranir og ræddu hvernig fyrirtæki geta undirbúið sig og nýtt sér stuðning þjónustuveitanda upplýsingatækni í ferlinu.

Viku síðar héldum við veffundinn Í öruggum höndum - Viðtöl við sérfræðinga Ambaga og CERT-IS.

Arnar Ágústsson deildarstjóri hjá Rekstrarlausnum Advania ræddi við Aðalstein Jónsson netöryggissérfræðing hjá CERT-IS og Jóhann Þór Kristþórsson forstjóra og meðstofnanda Ambaga en allir þrír komu fram á Haustráðstefnu Advania í síðasta mánuði.

Á fundinum ræddu þeir árásarprófanir (pentest) sem hjálpa fyrirtækjum að skilja viðnámsþrótt sinn og aðgerðir sem fyrirtæki geta farið í til þess að lágmarka skaða af óvæntu rofi á netsambandi.

Guðmundur Arnar skrifaði blogg um netöryggisseiglu sem vakti mikla athygli. Afleiðingar af áhrifamikilli netárás á fyrirtæki geta verið mjög alvarleg. Tölfræði er misvísandi en mismunandi rannsóknir segja að 20-60% lítilla og millistórra fyrirtækja hafi til dæmis hætt starfsemi í einhverri mynd innan sex mánaða eftir vel heppnaða gagnagíslatökuárás.

Á sama tíma er öll tölfræði að sýna mikinn vöxt allra tegunda netárása milli ára, ár eftir ár. Það er því heilbrigt fyrir fyrirtæki og stofnanir að horfa lengra en til hefðbundinna netvarna því í dag er spurningin ekki lengur hvort fyrirtæki verða fyrir netárás, heldur hvenær. Áherslurnar verða því ekki eingöngu á að grípa það að koma í veg fyrir árásina heldur einnig á að lágmarka áhrifin þannig að starfsemi geti haldið áfram án truflana.

Þarna kemur netöryggisseigla (e. cyber resilience) inn í myndina. Hún snýst ekki bara um að verja sig, heldur um að geta haldið starfsemi gangandi jafnvel þótt alvarleg atvik komi upp.

Guðmundur Arnar Sigmundsson lokaði svo Öryggisoktóber með veffundinum Netöryggisseigla og ógnarveiðar. Þar ræddi hann í beinni útsendingu við Theodór Gíslason framkvæmdarstjóra og stofnanda Defend Iceland um netöryggismál. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af viðburðinum.

Svöruðu þeir meðal annars því hvað hugtökin netöryggisseigla og ógnarveiðar þýða, hvernig þau tengjast og hvernig þau varpast yfir á almenna notendur upplýsingatæknikerfa sem og rekstaraðila.

Vertu í öruggum höndum!

Advania býður upp á allar gerðir öryggislausna. Sérfræðingar okkar aðstoða vinnustaði við að fara yfir öryggismál þeirra.

Fleiri fréttir

Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Blogg
29.10.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson ræðir við Theodór Gíslason framkvæmdarstjóra og stofnanda Defend Iceland um netöryggismál og þá sérstaklega netöryggisseiglu og ógnarveiðar á veffundi í beinni útsendingu í fyrramálið. Í nýju bloggi skrifar hann um mikilvægi þess að skoða netöryggisseiglu, ógnarveiðar og villuveiðar sem heildræna nálgun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.