Blogg - 30.10.2025 11:08:33

NVIDIA Spark er komin í sölu hjá Advania. Fyrsta sending seldist upp á einum degi.

Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

Eftir nokkurra mánaða bið og spennu, hóf NVIDIA afhendingu á vélunum til söluaðila nú í október. Advania er NVIDIA Elite partner og seldist fyrsta sendingin til okkar strax upp. Þetta undirstrikar hversu mikill áhugi er á NVIDIA Spark og ljóst að þær verða nýttar í mörg spennandi gervigreindarverkefni á Íslandi. Fleiri vélar eru væntanlegar á næstu vikum og við hvetjum fólk til að skrá sig á biðlista með því að leggja inn pöntun í vefverslun.

Hvað er DGX Spark?

DGX Spark sameinar alla gervigreindartækni NVIDIA í einni öflugri vél. Þar á meðal Grace Blackwell örgjörva, GB10 GPU, NVLink-C2C tengitækni og 128GB af vinnsluminni. Þetta gerir notendum kleift að keyra flókin líkön með allt að 200 milljarða breyta, allt í tölvunni sjálfri, án þess að þurfa að hlaða gögnum upp í skýið. NVIDIA Spark er fyrsta ofurtölvan með þessari tækni, en í kjölfarið mun sambærileg vél vera í boði frá helstu framleiðendum heims.

Vert er að nefna að Dell Pro Max GB10 er á leiðinni á lager. Þar er um að ræða sama vélbúnað, en í tölvu frá Dell með tilheyrandi þjónustu og ábyrgð hjá Advania. Kíktu í vefverslun og nældu þér í eintak úr sendingunni sem er á leiðinni:

Dell Pro Max GB AI tölva

Opnaðu nýja möguleika með Dell Pro Max ofurtölvunni með Grace Blackwell flögunni og hugbúnaðarumhverfi NVIDIA uppsettu. Pantaðu þitt eintak núna - Væntanleg afhending í desember.

Dell Pro Max GB AI tölva

Fleiri fréttir

Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Blogg
29.10.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson ræðir við Theodór Gíslason framkvæmdarstjóra og stofnanda Defend Iceland um netöryggismál og þá sérstaklega netöryggisseiglu og ógnarveiðar á veffundi í beinni útsendingu í fyrramálið. Í nýju bloggi skrifar hann um mikilvægi þess að skoða netöryggisseiglu, ógnarveiðar og villuveiðar sem heildræna nálgun.
Fréttir
27.10.2025
Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu  forstöðu. Starfar  hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.