NVIDIA Spark í höfuðstöðvum Advania (banani til stærðarsamanburðar)
Blogg - 30.10.2025 11:08:33NVIDIA Spark er komin í sölu hjá Advania - Fyrsta sending seldist upp á einum degi
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania
Eftir nokkurra mánaða bið og spennu, hóf NVIDIA afhendingu á vélunum til söluaðila nú í október. Advania er NVIDIA Elite partner og seldist fyrsta sendingin til okkar strax upp. Þetta undirstrikar hversu mikill áhugi er á NVIDIA Spark og ljóst að þær verða nýttar í mörg spennandi gervigreindarverkefni á Íslandi. Fleiri vélar eru væntanlegar á næstu vikum í útgáfu frá Dell. Við hvetjum fólk til að skrá sig á biðlista með því að leggja inn pöntun í vefverslun.
Hvað er DGX Spark?
DGX Spark sameinar alla gervigreindartækni NVIDIA í einni öflugri vél. Þar á meðal Grace Blackwell örgjörva, GB10 GPU, NVLink-C2C tengitækni og 128GB af vinnsluminni. Þetta gerir notendum kleift að keyra flókin líkön með allt að 200 milljarða breyta, allt í tölvunni sjálfri, án þess að þurfa að hlaða gögnum upp í skýið. NVIDIA Spark er fyrsta ofurtölvan með þessari tækni, og framleidd í afar takmörkuðu upplagi, en núna í kjölfarið munu sambærilegar vélar vera í boði frá helstu framleiðendum heims.
Vert er að nefna að Dell Pro Max GB10 er á leiðinni á lager. Þar er um að ræða sama vélbúnað og í DGX Spark, en í tölvu frá Dell með tilheyrandi þjónustu og ábyrgð hjá Advania. Kíktu í vefverslun og nældu þér í eintak úr sendingunni sem er á leiðinni:

Dell Pro Max GB10 AI tölva
Dell Pro Max GB10 er hönnuð fyrir gervigreindarþróun og vinnslu gagna. Opnaðu nýja möguleika með Grace Blackwell flögunni og hugbúnaðarumhverfi NVIDIA uppsettu. Væntanleg afhending í lok desember.
