Blogg - 7.1.2026 10:11:25

Endurkoma Dell XPS og magnaðir skjáir á CES 2026

Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.

Sævar Ríkharðsson
Vörustjóri Dell á Íslandi

Dell XPS línan endurvakin með vandaðri hönnun

Eftir örlitla fjarveru, hefur XPS línan nú snúið aftur. Og verið tekin á næsta stig! Nýjar Dell XPS 14 og 16 litu dagsins ljós á sýningunni og það má með sanni segja að þær hafa aldrei verið jafn glæsilegar. Tölvurnar eru mun þynnri, léttari og endingarbetri tæki en áður. Þrátt fyrir að vera aðeins 14,6 mm á þykkt og vega aðeins frá um 1,4 kg, hafa þær aldrei verið jafn sterkar. Enda meðal annars settar saman úr CNC fræstu áli og Gorilla Glass. Að auki verða tölvurnar í boði með þriðju kynslóð Intel Ultra örgjörva, sem nefndir eru Panther Lake. Það hjálpar til við að tryggja eina bestu rafhlöðuendinguna sem sést hefur í fartölvum, allt að 27 klukkustundir á einni hleðslu!  Ekki skemmir svo fyrir að nýju XPS vélarnar verða í boði með nýja Tandem OLED skjánum sem hefur slegið í gegn í Dell Pro Premium línunni. Síðar á árinu munum við svo eiga von á að Dell tilkynni nýja XPS 13, sem mun eflaust gleðja þá sem leita að einstaklega meðfærilegum fartölvum.

Við erum ekki frá því að þetta séu með flottari fartölvum sem Dell hefur hannað

Við erum ekki frá því að þetta séu með flottari fartölvum sem Dell hefur hannað

Nýir Dell UltraSharp skjáir sem setja ný viðmið

Dell kynnti tvo nýja skjái sem setja nýjan staðal í hvernig hægt er að vinna.

UltraSharp 52" 6K Thunderbolt Hub skjárinn er fyrsti 52" sveigði 6K skjárinn í heiminum hannaður fyrir sérfræðinga sem vinna með mikið af gögnum í einu. Excel hefur aldrei litið jafn vel út. Skjárinn er með 120Hz endurnýjunartíðni, IPS Black tækni og sýnir allt að 60% minna blátt ljós. Fyrir suma kann að hljóma galið að vera með svo stóran tölvuskjá, en það býður upp á marga möguleika. Til dæmis er hægt að tengja við skjáinn fjórar tölvur samtímis og stjórna þeim með einu lyklaborði og mús.

Um leið kynntu Dell nýjan UltraSharp 32" 4K QD-OLED. Ótrúlegur skjár fyrir skapandi fagfólk. Hann er með DisplayHDR True Black 500 og Dolby Vision. 99% DCI-P3 liti og innbyggðan litmæli (e.colorimeter) fyrir nákvæma litastillingu.

Dell UltraSharp 52 er í stærri kantinum. Það verður að viðurkennast

Dell UltraSharp 52 er í stærri kantinum. Það verður að viðurkennast

Koma í sölu hjá Advania

Þessar græjur eru vitaskuld allar væntanlegar í sölu hjá Advania. Dagsetningar og verð eiga eftir að koma í ljós, en ef þú hefur áhuga að heyra fyrstu fréttir, hvetjum við þig til að skrá þig á póstlistann okkar:

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.