06.05.2025

Advania birtir ársskýrslu fyrir 2024 – ár af vexti og metnaði til framtíðar

Advania Group hefur birt ársskýrslu sína fyrir árið 2024, sem markar ár af miklum vexti og áframhaldandi árangri. Í skýrslunni er dregin upp heildstæð mynd af rekstri, stefnu og sjálfbærnimarkmiðum samstæðunnar og hvers lands fyrir sig.

Á árinu 2024 styrkti Advania stöðu sína á markaði með lykil yfirtökum, auknu samstarfi og markverðum framförum á sviði sjálfbærni og þjónustu. Í skýrslunni er lögð áhersla á nýsköpun, samstarf og sjálfbærni – þættir sem eru hjartað í starfsemi Advania.

„Sjálfbærni er ekki bara hliðarátak – heldur er það stefnumarkandi áhersla fyrir ört vaxandi fyrirtæki með langtímamarkmið og metnað,“ segir Hege Støre, forstjóri Advania Group. „Við göngum enn lengra en krafist er, því gagnsæi skiptir sköpum.“

Skýrslan, sem nær yfir alla samstæðuna, sameinar fjárhagsuppgjör og sjálfbærniupplýsingar og byggir á nýjustu alþjóðlegu kröfum. Hún byggir m.a. á tilskipun Evrópusambandsins um sjálfbærniupplýsingagjöf (CSRD) og undirstrikar þannig framtíðarsýn Advania um ábyrgð og traust.

Helstu áherslur Advania í sjálfbærni árið 2024

Undirbúningur fyrir CSRD
Advania lagði mikið í undirbúning fyrir CSRD á árinu og gefur nú út samþætta skýrslu sem sameinar fjárhagslegar- og sjálfbærni upplýsingar og byggir á þeim kröfum. Þetta er liður í því að efla gagnsæi og undirbúa okkur fyrir ítarlegri upplýsingagjöf.

Sjálfbærnivegferð viðskiptavina:
Með lausnum eins og Kolku, hugbúnaði fyrir grænt bókhald og umhverfisþætti, styður Advania við viðskiptavini sína í sjálfbærnivegferð þeirra.

Framhaldslíf búnaðar:
Áhersla var lögð á að fræða og styðja viðskiptavini í að lengja líftíma tölvubúnaðar með endurnotkunar- og viðgerðarlausnum. Þannig stuðlar Advania að minni sóun og betri nýtingu auðlinda.

SBTi markmið:
Advania heldur áfram að vinna að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum og stefnt er að því að draga úr losun frá umfangi 1 og 2 um 50% og losun frá umfangi 3 um 52% fyrir árið 2030.

Fleiri fréttir

Fréttir
14.05.2025
Íslendingar létu ekki framhjá sér fara tækifæri til að læra af gervigreindarsérfræðingum þrátt fyrir sólríka daga í Reykjavík.
Fréttir
12.05.2025
Advania Group hefur birt ársskýrslu sína fyrir árið 2024, sem markar ár af miklum vexti og áframhaldandi árangri. Í skýrslunni er dregin upp heildstæð mynd af rekstri, stefnu og sjálfbærnimarkmiðum samstæðunnar og hvers lands fyrir sig.
Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.