Glæsileg ný skrifstofa Advania opnuð á Akureyri
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Hönnunin er í sama anda og höfuðstöðvar okkar í Reykjavík, með björtum litum, góðri lýsingu og frábærri hljóðvist. Þetta skapar fjölbreytt og sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk getur unnið bæði sjálfstætt og í teymum.
Við skáluðum fyrir framtíðinni í opnunarhófi á Akureyri, þar sem boðið var upp á léttar veitingar og starfsfólk tók vel á móti viðskiptavinum.
„Við erum virkilega ánægð með nýju skrifstofuna sem býður uppá framúrskarandi vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk Advania og ekki skemmir fyrir hvað útsýnið er frábært. Flutningarnir eru liður í að styrkja enn betur við þá þjónustu sem við veitum til viðskiptavina okkar á svæðinu sem og á landinu öllu,“ segir María Hólmfríður rekstrarstjóri Advania Akureyri í tilefni opnunarinnar.
Við hlökkum til að taka á móti þér og sýna þér nýja heimilið okkar á Akureyri.