Fréttir - 2.7.2025 14:47:25

Glæsileg ný skrifstofa Advania opnuð á Akureyri

Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.

Hönnunin er í sama anda og höfuðstöðvar okkar í Reykjavík, með björtum litum, góðri lýsingu og frábærri hljóðvist. Þetta skapar fjölbreytt og sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk getur unnið bæði sjálfstætt og í teymum.

Við skáluðum fyrir framtíðinni í opnunarhófi á Akureyri, þar sem boðið var upp á léttar veitingar og starfsfólk tók vel á móti viðskiptavinum.

„Við erum virkilega ánægð með nýju skrifstofuna sem býður uppá framúrskarandi vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk Advania og ekki skemmir fyrir hvað útsýnið er frábært. Flutningarnir eru liður í að styrkja enn betur við þá þjónustu sem við veitum til viðskiptavina okkar á svæðinu sem og á landinu öllu,“ segir María Hólmfríður rekstrarstjóri Advania Akureyri í tilefni opnunarinnar.

Við hlökkum til að taka á móti þér og sýna þér nýja heimilið okkar á Akureyri.

María Hólmfríður Marinósdóttir rekstrarstjóri Advania á Akureyri og Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania.

María Hólmfríður Marinósdóttir rekstrarstjóri Advania á Akureyri og Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.