Fréttir - 2.7.2025 14:47:25

Glæsileg ný skrifstofa Advania opnuð á Akureyri

Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.

Hönnunin er í sama anda og höfuðstöðvar okkar í Reykjavík, með björtum litum, góðri lýsingu og frábærri hljóðvist. Þetta skapar fjölbreytt og sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk getur unnið bæði sjálfstætt og í teymum.

Við skáluðum fyrir framtíðinni í opnunarhófi á Akureyri, þar sem boðið var upp á léttar veitingar og starfsfólk tók vel á móti viðskiptavinum.

„Við erum virkilega ánægð með nýju skrifstofuna sem býður uppá framúrskarandi vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk Advania og ekki skemmir fyrir hvað útsýnið er frábært. Flutningarnir eru liður í að styrkja enn betur við þá þjónustu sem við veitum til viðskiptavina okkar á svæðinu sem og á landinu öllu,“ segir María Hólmfríður rekstrarstjóri Advania Akureyri í tilefni opnunarinnar.

Við hlökkum til að taka á móti þér og sýna þér nýja heimilið okkar á Akureyri.

María Hólmfríður Marinósdóttir rekstrarstjóri Advania á Akureyri og Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania.

María Hólmfríður Marinósdóttir rekstrarstjóri Advania á Akureyri og Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.