10 þúsund völdu Rakel nörd ársins
Advania efndi til samkeppni meðal 10 þúsund viðskiptavina og samstarfsaðila fyrirtækisins og leitaði að nörd ársins.
Advania efndi í síðustu viku til samkeppni meðal 10 þúsund viðskiptavina og samstarfsaðila fyrirtækisins og leitaði að nörd ársins – þeirri manneskju sem hefur skarað fram úr í íslenskri upplýsingatækni undanfarið ár. Liðlega 300 manns hlutu tilnefningar og þar af fengu 18 manns fleiri en tíu atkvæði. Óháð dómnefnd sérfræðinga í faginu fór síðan yfir tilnefningar og valdi nörd ársins með hliðsjón af þeim.
Þetta er þriðja árið í röð, sem Advania stendur fyrir valinu á nörd ársins, en árið 2012 urðu hlutskarpastir þeir Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason frumkvöðlar í lýðræðislausnum hjá ibuar.net og 2011 varð Hjálmar Snær Gíslason stofnandi DataMarket fyrir valinu.
Landslið nörda í dómnefnd
Dómnefnd var skipuð fólki, sem hefur verið í fararbroddi í íslenskri upplýsingatækni um áratugaskeið. Þetta voru þau Agnar Már Jónsson Exton, Ari Kristinn Jónsson Háskólanum í Reykjavík, Arnheiður Guðmundsdóttir Skýrslutæknifélagi Íslands, Ebba Þóra Hvannberg Háskóla Íslands, Frosti Bergsson Opnum kerfum, Frosti Sigurjónsson DoHop, Guðjón Már Guðjónsson Oz, Gunnar Grímsson ibuar.net, Helga Waage Mobilitus, Hilmar Veigar Pétursson CCP, Hjálmar Snær Gíslason DataMarket, Róbert Bjarnason ibuar.net, Sigríður Þórðardóttir Advania, Sigrún Eva Ármannsdóttir Advania, Skúli Mogensen fjárfestir, Stefán Baxter VÍS, Svana Helen Björnsdóttir Stika, Sveinn Birkir Björnsson Íslandsstofu og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir.
Atkvæðaháir nördar
Þess má geta að sautján manns áttu það sammerkt að hafa fengið tíu eða fleiri tilnefningar. Þau eru eftirfarandi, í stafrófsröð.
- Bala Kamallakharan, Startup Iceland og framkvæmdastjóri Greenqloud
- Bjarni Rúnar Einarsson, (bre) frumkvöðull pagekite.net
- Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies
- Finnur Pálmi Magnússon (gommit), þróari hjá Marorku/Stjórnlagaþingi
- Freyr Ólafsson, tæknistjóri hjá Handpoint
- Gunnar Hólmsteinn, framkvæmdastjóri Clara
- Gunnar Karlsson, teiknari og hönnuður hjá Gunhil/CAOZ
- Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Ísland
- Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, femínisti og samfélagsmiðlanörd
- Kristinn R. Þórisson, dósent við HR og stofnandi Gervigreindarseturs HR
- Páll Hilmarsson, gagnanörd hjá gogn.in
- Stefán Eiríksson, lögreglustjóri og samfélagsmiðlanörd
- Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðinörd hjá http://www.stjornufraedi.is/
- Trausti Kristjánsson, raddleitarnörd og dr. hjá Google og HR
- Viggó Ásgeirsson, vefnörd og stofnandi Meniga
- Ýmir Vigfússon, dr. og lektor við HR
- Þórarinn Stefánsson, stofnandi Mobilitus