10 þúsund völdu nörd ársins
Advania ásamt viðskiptavinum sínum og samstarfsfélögum völdu Nörd ársins.
Að þessu sinni urðu tveir nördar fyrir valinu: Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason. Þeir fengu að launum veglegan bikar og flugmiða fyrir tvo til útlanda með WOW air. „Þeir félagar hljóta verðlaunin í ár annars vegar út af mögnuðu ævistarfi í upplýsingatækni sem hefur spannað yfir tvo áratugi og hins vegar vegna framsækinna frumkvöðlastarfa við rafræn lýðræðisverkefni undanfarin þrjú ár,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar. Advania er frumkvöðull og styrktaraðili þessara verðlauna.
Dómnefnd skipuðu Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Arnheiður Guðmundsdóttir Skýrslutæknifélagi Íslands, Frosti Sigurjónsson fjárfestir, Guðjón Már Guðjónsson hjá Medizza, Helga Waage hjá Mobilitus, Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Hjálmar Snær Gíslason forstjóri DataMarket og NÖRD ÁRSINS 2010, Sigríður Þórðardóttir viðskiptagreindarstjórnandi hjá Advania, Sigrún Eva Ármannsdóttir forstömaður veflausna Advania, Stefán Baxter netlausnastjórnandi hjá VÍS og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir.
NOKKUR ORÐ UM NÖRDA ÁRSINS
Gunnar Grímsson hefur verið virkur þátttakandi í upplýsingatækni síðan 1995. Hann var fyrsti vefstjóri Miðheima (centrum.is), sem var fyrsta almenna internetþjónustufyrirtæki landsins. Einnig var hann meðstofnandi this.is og IO Inter Organ og stjórnaði fyrstu alþjóða sýndarveruleikaráðstefnunni á Íslandi: Avatars98. Gunnar óf, skrifaði og kenndi veftækni frá 1995 til 2008. Hefur meðal annars séð um vefmál Háskóla Íslands, Listaháskólans, Listahátíðar, Icelandair og Alþingis.Róbert Bjarnason hefur verið virkur frumkvöðull frá 12 ára aldri, þegar hann seldi sitt fyrsta forrit. Hann stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki 13 ára og setti síðan Miðheima á stofn árið 1993. Róbert stofnaði seinna centrum.dk í Danmörku, sem var þá annað af tveimur netþjónustufyrirtækjum landsins. Hann var um árabil frumkvöðull í leikjabransanum og vann meðal annars bresku BAFTA-verðlaunin tvö ár í röð fyrir farsímaleiki. Milljónir manna um víða veröld hafa spilað leiki á vegum Róberts.
Saman hafa Gunnar og Róbert einbeitt sér að rafrænum lýðræðisverkefnum frá árinu 2008. Þar má nefna grasrótarverkefnið Skuggaþing, Betri Reykjavík sem er samstarfsverkefni með Reykjavíkurborg, netgáttina Your Priorities sem inniheldur lýðræðisvefi fyrir öll lönd heimsins, Betra Ísland sem opnaði á 2011 og sjálfseignarstofnunina Íbúa ses sem hefur lýðræðisstyrkingu að markmiði. Þeir unnu jafnframt alþjóðlegu lýðræðisverðlaunin World eDemocracy Award 2011.
ATKVÆÐAHÁIR NÖRDAR
Baldur Gíslason
Sigurvegari hakkkeppni HR
Bílatölvu- og túrbínufíkill
Benedikt Sveinsson
Radíóamatör og Cisco-kjáni
RC-þyrludjönkari hjá CCP
Björk Guðmundsdóttir
Spjaldtölvufrömuður, tónskáld
"Biofelia" er nördatónverk
Dr. Ýmir Vigfússon
Lektor í tölvunarfræði við HR
Hakkarakennari
Friðrik Skúlason
Nörd aldarinnar
FRISK
Frosti Bergsson
Lífstíðarnörd
Opin kerfi
Georg Lúðvíksson
Meganörd
Meniga
Guðjón Ármannsson
lögfræðingur á Lex
lifandi gagnagrunnur...
Helga Waage og Þórarinn Ásgeir Stefánsson
Mobilitus
Raðfrumkvöðlar
Hilmar Veigar Pétursson
Dev-nörd og forstjóri
CCP
Inga María Guðmundsdóttir
Óvænti milljónamæringurinn
Dressupgames.com.
Jens Valur Ólason
Elur upp nördakynslóð
Tölvu- og tæknideild HR
Már Örlygsson
Vefforritari
Pælari hjá Hugsmiðjunni
Ragnar Þór Pétursson
Kennari við Norðlingaskóla í Reykjavík
Brautryðjandi í UT-kennslu
Smári McCarthy
Virkur þátttakandi í Wikileaks
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
Sverrir Pétursson
Sjávarútvegsbóndi á Vestfjörðum
Hannaði prjónavef á frívöktum
Tómas Ponzi
Ofurheili og krónískur þróari
Rauntímakort Strætó
Valur Þór Gunnarsson
Vöruþróunarstjóri veflausna
Samfélagsgúrú í Íslandsbanka